Jafnlaunastefna FVA er að öllum starfsmönnum[1] skólans, konum og körlum, skuli greidd jöfn laun[2] og þau skuli njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þ.e. að sömu viðmið eru lögð til grundvallar við ákvörðun launa og að þau feli ekki í sér kynjamismunun eða ómálefnalegan launamun.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur FVA sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunakerfis með árlegri rýni í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012. FVA hefur skilgreint viðmið við launaákvarðanir þar sem hver starfsmaður fær laun fyrir starf sitt út frá verðmæti starfsins, óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Laun fyrir konur og karla eru ákveðin á sama hátt.

Til þess að stuðla að þessu mun FVA:

  1. Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.
  2. Setja jafnlaunamarkmið og framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort munur mælist á launum eftir kyni. Kynna helstu niðurstöður er varða kynbundinn launamun fyrir starfsmönnum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreininga.
  3. Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. Ef um óútskýrðan mun hjá einstaklingi er að ræða skal bregðast strax við.
  4. Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  5. Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum (þar innifalið stofnanasamningum) sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega hlítni við lög.
  6. Kynna stefnuna fyrir öllum starfsmönnum og birta stefnuna á heimasíðu svo hún sé aðgengileg þeim og almenningi.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu FVA.

14. janúar 2020

Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari

[1] Með starfsmanni er átt við launamann sem vinnur launað starf hjá FVA, á grundvelli ráðningarsamnings, tímabundið eða ótímabundið, í samræmi við rétt hans skv. kjarasamningi.

[2] Með launum er átt við laun eins og þau eru skilgreind í 2. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008, 8. lið, þ.e. sem „Almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.“

Attachments:
Download this file (STE-001Jafnlaunastefna FVA-14012020.pdf)Jafnlaunastefna pdf

Please publish modules in offcanvas position.