Nánar um innritun
Nánar um innritun

Vikulegt fréttabréf til starfsfólks FVA hefur nú verið gert aðgengilegt á heimasíðu skólans. Tilgangur fréttabréfsins er að miðla upplýsingum um það helsta sem er á döfinni innan skólans hverju sinni og er það Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA, sem annast útgáfu þess og er ábyrgðarmaður. Fréttabréfið hefur enn ekki hlotið formlegt nafn en...

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Þá getur þú átt rétt á jöfnunarstyrk. Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is.
Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Í gærkvöldi lagði lið Fjölbrautaskóla Vesturlands lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum að velli í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin var hörð, að loknum hraðaspurningum var staðan 12-8 FVA í vil og eftir bjölluspurningarnar vannst afgerandi sigur 24-10 sem tryggði liðinu sæti í 16 liða úrslitum. Hægt er að hlusta á viðureignina hér.

Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, fer fram í þessari viku. Til leiks eru skráðir 27 framhaldsskólar og í kvöld mun lið Fjölbrautaskóla Vesturlands etja kappi við lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Viðureignin hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á Rás 2.

Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands er skipað þeim Karli Ívari Alfreðssyni, Amalíu Sif Jessen og Guðmundi Þór Hannessyni. Gangi þeim sem allra best og áfram FVA!

Nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, Steinunn Inga Óttarsdóttir, hefur boðað kennara og starfsfólk til hefðbundins skólafundar mánudaginn 6. janúar kl. 9. Síðar þann dag verða stundatöflur gerðar sýnilegar nemendum í Innu. Áfangastjóri mun senda nemendum nánari upplýsingar, til að mynda um fyrirkomulag vegna breytinga á stundatöflum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar kl. 8:30.

Please publish modules in offcanvas position.