Nánar um innritun
Nánar um innritun

Heildarfjöldi nemenda við skólann á vorönn 2020 er 430. Þar af er 361 nemandi í dagskóla og 69 nemendur í kvöld- og helgarnámi. Í heildina er kynjaskipting þannig að 59,3% nemenda eru karlar og 40,7% konur. Í dagskólanum er kynjahlutfallið 57% karlar og 43% konur, í dreifnámi eru kynjahlutfallið 71% karlar og 29% konur.

Í gærkvöldi stóð NFFA, nemendafélag skólans, fyrir undankeppni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2020. Keppendur voru þau Sigríður Sól Þórarinsdóttir, Garðar Snær Bragason, Fannar Björnsson, Ingibergur Valgarðsson, Hrönn Eyjólfsdóttir, Björgvin Þór Þórarinsson og að lokum steig hljómsveitin Skullcruchers á stokk.

Í gær hlaut Halldór Bjarki Ólafsson, læknanemi við Háskóla Íslands, Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Verðlaunin hlaut Halldór Bjarki fyrir byltingarkennda uppgötvun á tengslum rauðra blóðkorna og dánartíðni eftir skurðaðgerðir, en niðurstaða rannsókna hans er sú að sé breytileiki á stærð rauðra blóðkorna mikill aukist líkur á því að sjúklingar fái fylgikvilla eftir skurðaðgerðir eða jafnvel deyi.

Á næstunni fer af stað spennandi Nordplus samstarfsverkefni með skólum í Finnlandi og Svíþjóð. Þær Anna Bjarnadóttir, Dröfn Guðmundsdóttir og Rán Höskuldsdóttir halda utan um verkefnið og hafa þær nú auglýst eftir 10 nemendum sem eru tilbúnir í ævintýrið. Farið verður til Kuopio í Finnlandi í lok febrúar og til Karlskrona í Svíþjóð í lok ágúst og verður allur kostnaður greiddur fyrir þá nemendur sem taka þátt.

Brúin, samstarfshópur um forvarnir á Akranesi, í samstarfi við grunnskólana, FVA og Akraneskaupstað-Heilsueflandi samfélag býður foreldrum og öðrum áhugasömum á fyrsta fræðslukvöld ársins í Tónbergi í kvöld kl. 18:00. Þar ætla þær Anna Steinsen og Ragný Þóra Guðjohnsen að ræða við foreldra um þeirra hlutverk, hvernig foreldrar geta eflt sjálfstraust sitt og barna sinna og hversu mikilvægt það er að efla seiglu og þrautseigju barna og unglinga.

Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.

Please publish modules in offcanvas position.