Nánar um innritun
Nánar um innritun

Opnum dögum lauk í gær. Lukkan lék svo sannarlega við okkur í ár því ekki þurfti að aflýsa viðburðum vegna veðurs, eins og stundum hefur þurft að gera, og nemendur komust því í allar ferðir sem boðið var upp á, meira að segja skíðaferðina! Að vanda var dagskrá Opinna daga fjölbreytt.

 Vegna yfirvofandi aftakaveðurs og lokunar Vegagerðarinnar á veginum um Kjalarnes og við Hafnarfjall fellur kennsla fellur niður í FVA á morgun, föstudaginn 14. febrúar.

Vegna kóróna-veirusýkingar sem borist gæti til landsins er vert að gæta fyllsta hreinlætis til að draga úr smithættu. Allir í FVA eru hvattir til handþvotta og hafa brúsar með handspritti verið settir upp við öll salerni skólans. Nánari upplýsingar um veiruna og helstu varnarviðbrögð er að finna á vef landlæknis.

Í morgun hófst Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu. FVA tekur að sjálfsögðu þátt og er með tvö lið í keppninni þar sem starfsmenn taka þátt í vinnustaðakeppni 5.-25. febrúar og nemendur taka þátt í framhaldsskólakeppni 5.-18. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá heilsueflingarteymi skólans er þátttakan góð. Í morgun bárust svo þær skemmtilegu fréttir að

Öll kennsla fellur niður næstkomandi mánudag, 3. febrúar, vegna samstarfsfundar starfsmanna Fjölbrautaskóla Vesturlands, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessir þrír skólar lengi unnið saman að ýmsum málum og á tveggja ára fresti hefur allt starfsfólk skólanna hist á fræðsludegi.

Please publish modules in offcanvas position.