Nánar um innritun
Nánar um innritun

Sælt veri fólkið! Við viljum hvetja ykkur kæru nemendur til að vera dugleg að sprikla aðeins í pásum og gefa ykkur tíma fyrir hreyfingu á hverjum degi. Um að gera að nýta vorveðrið og um daginn sendum við ykkur póst um útiveru og ýmsar hugmyndir að hreyfingu í okkar nánasta umhverfi. Kíkið endilega á það 😊 Það er hægt að fá alls konar hugmyndir, fróðleik og innblástur t.d. á heimasíðunni „Vertu úti“.

Þann 6. maí sl. var aðalfundur NFFA haldinn. Eins og annað í skólastarfinu um þessar mundir var fundurinn með óvenjulegu sniði þar sem honum var streymt á netinu. Á fundinum gerðu þeir Björgvin Þór Þórarinsson, fráfarandi forseti, og Maron Snær Harðarson, fráfarandi gjaldkeri, grein fyrir störfum félagsins á liðnu starfsári og fóru yfir ársreikning félagsins. Á fundinum var nýkjörin stjórn NFFA kynnt til sögunnar, en stjórnarkjör fór fram í Innu að þessu sinni. Nýr forseti NFFA er Gylfi Karlsson og með honum í stjórn verða þau Gunnar Davíð Einarsson, Karl Ívar Alfreðsson, Katrín María Óskarsdóttir og Ísak Örn Elvarsson. 

Síðastliðin ár hefur Akraneskaupstaður veitt einum til tveimur útskriftarnemum námsstyrk. Allir útskriftanemar geta sótt um en styrkurinn fer til nema sem hafa sýnt afburða námsárangur, góða ástundun eða annað sem vekur eftirtekt. Geta nemendur sem útskrifuðust í desember 2019 og í maí 2020 sótt um. Hér er rafræn umsókn sem skal skila í síðasta lagi 20. maí 2020.

Nú er nokkuð ljóst að eftir 25. maí verður fjöldi þeirra sem mega koma saman meiri en 100 (útskriftarnemar eru rúmlega 60). Mögulega verður 2ja metra reglan sem hefur verið í gildi frá 16. mars ekki ófrávíkjanleg heldur viðhöfð eftir fremsta megni sem hluti af einstaklingssmitvörnum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að halda dagsetningu brautskráningarathafnar FVA skv. skóladagatali, 29. maí kl 14.

Nemendur eru hvattir til að undirbúa sig tímanlega fyrir rafræn lokapróf, hafa netaðgang alveg á hreinu (hafa má samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), skoða vel öll skilaboð frá kennara í INNU og tölvupósti tímanlega fyrir prófdag og hafa tölvu og síma fullhlaðna þegar prófatími rennur upp. 

Please publish modules in offcanvas position.