Vegna fjölgunar smita af kórónuveiru þurfa m.a. framhaldsskólar því miður að sæta fjöldatakmörkunum sem gera staðkennslu erfitt fyrir. Því verður notast við fjarkennslukerfi INNU dagana 5-14. október. Helstu breytingar á skólastarfi næstu tvær vikur eru:

  • Bóknám í fjarkennslu að mestu
  • Verknám að hluta til kennt á staðnum og fagbóklegt í fjarkennslu eftir atvikum, skv. nánara skipulagi
  • Staðkennsla á starfsbraut að mestu
  • Helgarkennsla/dreifnám, nánari upplýsingar síðar

Árleg heilsuvika fer í gang í næstu viku. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg, ýmsir viðburðir í gangi alla daga vikunnar og í mötuneytinu verður boðið upp á sérstaklega hollan mat. Eru bæði nemendur og starfsfólk hvatt til að taka þátt. ÍSÍ styrkir heilsuviku FVA myndarlega og heilsueflingarteymið okkar heldur utan um skipulagninguna. Hér hefur verið unnið frábært starf, takk öll! Vakin er athygli á því að allir viðburðir Heilsuvikunnar eru í boði bæði fyrir nemendur og starfsfólk og kosta ekki neitt, en fjöldi þátttakenda getur verið takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á suma viðburðina. 

Í dag voru sendir út greiðsluseðlar vegna fæðis í mötuneyti FVA, fyrsta sending af þremur á önninni. Í ljósi aðstæðna hefur ekki verið hægt að veita að fullu þá þjónustu sem við viljum geta veitt í mötuneytinu okkar. Vegna fjöldatakmarkana og fjarnáms hjá hluta nemenda þá höfum við tekið þá ákvörðun að fyrir tímabilið 18.08. – 25.09.2020 er rukkað sama verð fyrir allar máltíðir til nemenda í áskrift eða 875 kr. máltíðin. Greiðsluseðillinn sem birtist í netbanka forráðamanna og eða nemendanna sjálfra (yfir 18 ára) tekur mið af þessari fjárhæð og fjölda máltíða sem neytt hefur verið.  

Þá er þessi vika á enda með fjöri og fjölbreytni. Hluti nemenda og kennara hefur verið í húsi og borið grímu, hluti hefur verið í fjarkennslu og þetta hefur gengið hreint ágætlega. Eins og staðan er núna í smitútbreiðslu hér á Skaga er ekki talin ástæða til að halda úti fjarkennslu lengur í FVA. Ef smitum fjölgar ekki í dag og um helgina hefjum við staðbundna kennslu á mánudaginn kemur, 28. sept, fylgist vel með á vef skólans. Allir nota þá grímu (afhent í skólanum) og við hvikum hvergi frá okkar skýru sóttvarnarreglum, sem eru 1 m fjarlægð, hægri umferð á göngum, spritta borðin, spritta milli sóttvarnarhólfa og þvo sér um hendur. Þannig getum við saman forðað útbreiðslu og dregið úr hættu á smiti.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Fulltrúi FVA í ár er Björgvin Þór Þórarinsson, en flestir ættu að kannast við hann úr leiksýningum Melló undanfarin ár þar sem hann hefur farið á kostum. Björgvin verður 16. keppandi á svið og mun flytja lagið Bright Lights Bigger City eftir CeeLo Green.

Please publish modules in offcanvas position.