Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Einn af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands, Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, hefur nú skrifað undir samning við rússneska knattspyrnuliðið CSKA Moskvu. Liðið leikur í rússnesku úrvalsdeildinni og í meistaradeild Evrópu þannig að hér er um stóran áfanga að ræða fyrir Arnór.

Við hjá FVA reynum að fylgjast vel með því hvernig nemendum skólans vegnar og óskum Arnóri innilega til hamingju með þetta skref.

Þriðjudaginn 11. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.
Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.
Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00.
Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta umsjónarkennara barna sinna.

Í dag lýkur viðburðaríkri nýnemaviku sem í ár var með eilítið breyttu sniði. Í stað nýnemavígslu á Langasandi var nýnemum í þetta sinn boðið í ferð í Logaland. Lagt var af stað frá skólanum eftir kennslu miðvikudaginn 22. ágúst og ekið sem leið liggur að félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði.

Fjölbrautaskóli Vesturlands var settur föstudaginn 17. ágúst sl. Móttaka var fyrir nýnema þann dag, þar sem skólinn var kynntur fyrir þeim á nýstárlegan hátt með ratleik og lauk dagskránni með sameiginlegum hádegisverði í mötuneyti skólans. Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 20. ágúst. Sérstakur kynningarfundar var haldinn miðvikudaginn 22. ágúst fyrir nemendur sem hefja nám með vinnu.

Stundaskrá dreifnáms í vélvirkjun er nú komin á heimasíðuna og eru nemendur beðnir að kynna sér dagsetningar vel. Vegna mikils fjölda sem skráður er í námið verður kennt bóklegt og verklegt um helgar, nánari upplýsingar hér.

Please publish modules in offcanvas position.