Nú hefur verið opnað hefur verið fyrir val á vorönn 2020 og eru nemendur beðnir að velja í INNU. Á heimasíðu skólans undir Námið -> Námsáætlanir og val er að finna lista yfir áfanga í boði, brautalýsingar og leiðbeiningar með valinu. Þeir nemendur sem vilja aðstoð við valið...

Miðvikudagurinn 16. október er námsmatsdagur. Að öllu jöfnu fellur almenn kennsla niður á námsmatsdegi, en kennarar ákveða hvaða fyrirkomulag verður í þeirra áföngum þann dag. Þannig geta nemendur þurft að mæta í viðtal eða til að ljúka námsmatsþætti og ef svo er munu kennarar senda upplýsingar um það til sinna nemenda.

Nemendur í lífsleikni fengu góða gesti nýverið. Þar voru á ferðinni fyrrum nemendur skólans þær Bergþóra Hallgrímsdóttir og Hjördís Tinna Pálmadóttir, en þær leggja nú stund á nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Bergþóra og Hjördís komu á vegum félagsins Bjargráðs sem stofnað var af læknanemum við HÍ.

Það var ys og þys á göngum skólans í dag þegar yfir 700 grunnskólanemendur frá Vesturlandi heimsóttu okkur ásamt starfsfólki skólanna. Tæknimessur hafa verið haldnar í FVA frá árinu 2016 með það að markmiði að kynna fyrir nemendum það námsframboð sem í boði er á Vesturlandi á sviði iðngreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum.

Hópur nemanda í raf- og málmiðnardeildum skólans heimsóttu sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Laugardalshöll dagana 25.-27. september sl. Að sögn fararstjóra var sýningin afar gagnleg og fróðleg en aðallega var verið að kynna það nýjasta í tækni sem snýr að sjávarútvegi. Nemendur nýttu tímann vel í að skoða hina ýmsu sýningarbása og kynna sér það sem fyrirtæki og þjónustuaðilar höfðu að fram að færa.

Please publish modules in offcanvas position.