Nánar um innritun
Nánar um innritun

Í dag stóð til að veita verðlaun og viðurkenningar þeim keppendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna, en keppnin fór fram þann 21. febrúar sl. Vegna COVID-19 faraldursins var ákveðið að aflýsa verðlaunaathöfninni sjálfri en verðlaun og viðurkenningar hafa verið send keppendum í pósti. 10 efstu í hverjum aldursflokki fengu viðurkenningu og þrjú efstu fengu peningarverðlaun. Styrktaraðilar keppninnar í ár eru Landsbankinn, Blikksmiðja Guðmundar og Tölvuþjónustan. Nöfn verðlauna- og viðurkenningahafa verða birt hér innan skamms.

Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Þá hefur verið ákveðið að takmarka skólastarf í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi. Kennsla í háskólum og framhaldsskólum skal felld niður um allt land.

Í morgun fengu nemendur og forráðamenn áframsent bréf frá Almannavörnum um viðbrögð vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 og mikilvægi þess að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar. Smelltu á fréttina til að lesa bréfið á íslensku, ensku og pólsku.

Ef nemandi í FVA finnur til flensueinkenna er best að vera heima, láta vita á skrifstofu skólans s. 433 2500 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skrá forföll í Innu ( undir 18 ára) eða koma með vottorð að veikindum loknum á skrifstofuna. Fylgstu vel með í Innu og þannig ætti námið að geta haldið áfram þrátt fyrir veikindi. Ef spurningar vakna er velkomið að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má lesa sér til á vef landlæknis. Handspritt er aðgengilegt alls staðar í skólanum, s.s. í kennslustofum, á salernum, bókasafni, mötuneyti og á skrifstofu.

Við viljum benda á að á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hafa nú verið tekin saman svör við helstu spurningum um áhrif neyðarstigs almannavarna á skólastarf í landinu. Skólastarf er í fullum gangi en komi til samkomubanns á síðari stigum munu skólar vinna eftir uppfærðum áætlunum, enda er mikilvægt að skólastarf haldi áfram þótt aðstæður breytist.

Please publish modules in offcanvas position.