Nánar um innritun
Nánar um innritun

Í lok þriðja dags í samkomubanni er okkur í FVA efst í huga þakklæti fyrir hve allir eru viljugir til að láta nám og kennslu ganga upp, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við hvetjum alla aðstandendur og aðra í umhverfi nemenda til að ræða saman um námið, forvitnast um verkefnavinnuna og sýna áhuga. Það styður nemendur allra best.

Þann 21. febrúar sl. fór stærðfræðikeppni grunnskólanna fram í FVA í 22. sinn. Til stóð að veita verðlaun og viðurkenningar þeim keppendum sem náðu bestum árangri um liðna helgi en vegna yfirvofandi samkomubanns var athöfnin sjálfri aflýst. Eftir sem áður eru úrslit keppninnar ljós og hafa verðlaun og viðurkenningar verið sendar í pósti til keppenda. Nöfn verðlauna- og viðurkenningahafa eru sem hér segir:

Viðtalstímar hjá Írisi skólahjúkrunarfræðingi eru óbreyttir en vegna lokunar skólans munu viðtöl fara fram á heilsugæslunni en ekki í skólanum sjálfum. Þeir sem óska eftir viðtali eða símaráðgjöf eru beðnir að senda póst til Írisar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gefa upp kennitölu og símanúmer og Íris mun hafa samband fljótlega. Viðtalstímar geðhjúkrunarfræðings FVA eru á þriðjudögum frá kl. 13-16 og fimmtudögum frá kl. 9-12.

Þessa dagana berast nemendum og aðstandendum þeirra mikið af upplýsingum í gegnum Innu og í tölvupósti. Ef upplýsingar úr Innu berast ekki í tölvupósti viljum við benda nemendum á að tryggja að rétt netfang sé skráð í Innu. Þegar nemendur verða 18 ára lokast á aðgang aðstandenda í Innu og þeir fá ekki lengur tölvupóst. Nemandi getur samt sem áður ákveðið að veita aðstandanda aðgang að Innu og póstlistanum. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu, velur Aðstandendur og smellir á blýantinn. Leiðbeiningar um þetta er að finna í Innu undir Aðstoð - Nemendur

Skólameistari FVA hefur sent nemendum bréf vegna frétta gærdagsins af samkomubanni áhrifa þess á skólastarfið. Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með í Innu og fréttum á miðlum skólans. Smelltu á fréttina til að lesa bréfið.

Please publish modules in offcanvas position.