Dagana 7. og 8. febrúar fá 300 framhaldsskólanemar tækifæri til að taka þátt í Háskólahermi í Háskóla Íslands. Þetta er árlegur viðburður en þátttakendur í Háskólaherminum heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér. Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum og er hann hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla.

Kynning á Háskólaherminum 2019 verður á sal FVA í fyrramálið kl. 9 og eru nemendur fæddir 2001 hvattir til að mæta og kynna sér málið.

Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst í vikunni og er keppnin í beinni útsendingu á Rás 2. Í kvöld mun lið Fjölbrautaskóla Vesturlands etja kappi við lið Menntaskólans á Akureyri og hefst viðureignin klukkan 21. Lið FVA skipa þau Amalía Sif Jessen, Guðmundur Þór Hannesson og Karl Ívar Alfreðsson. Gangi ykkur vel, áfram FVA!

Þá er vorönn 2019 um það bil að hefjast og tímabært að minna á mikilvægar dagsetningar.

Skrifstofa Fjölbrautaskóla Vesturlands opnar á ný eftir jólafrí þann 28. desember kl. 10:00. Við óskum nemendum, starfsfólki og öðrum aðstandendum skólans gleðilegra jóla, farsældar á ári komandi og þökkum samstarfið á líðandi ári.

Í dag voru 47 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14.

Please publish modules in offcanvas position.