Nánar um innritun
Nánar um innritun

Þessa dagana berast nemendum og aðstandendum þeirra mikið af upplýsingum í gegnum Innu og í tölvupósti. Ef upplýsingar úr Innu berast ekki í tölvupósti viljum við benda nemendum á að tryggja að rétt netfang sé skráð í Innu. Þegar nemendur verða 18 ára lokast á aðgang aðstandenda í Innu og þeir fá ekki lengur tölvupóst. Nemandi getur samt sem áður ákveðið að veita aðstandanda aðgang að Innu og póstlistanum. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu, velur Aðstandendur og smellir á blýantinn. Leiðbeiningar um þetta er að finna í Innu undir Aðstoð - Nemendur

Skólameistari FVA hefur sent nemendum bréf vegna frétta gærdagsins af samkomubanni áhrifa þess á skólastarfið. Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með í Innu og fréttum á miðlum skólans. Smelltu á fréttina til að lesa bréfið.

Í dag stóð til að veita verðlaun og viðurkenningar þeim keppendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna, en keppnin fór fram þann 21. febrúar sl. Vegna COVID-19 faraldursins var ákveðið að aflýsa verðlaunaathöfninni sjálfri en verðlaun og viðurkenningar hafa verið send keppendum í pósti. 10 efstu í hverjum aldursflokki fengu viðurkenningu og þrjú efstu fengu peningarverðlaun. Styrktaraðilar keppninnar í ár eru Landsbankinn, Blikksmiðja Guðmundar og Tölvuþjónustan. Nöfn verðlauna- og viðurkenningahafa verða birt hér innan skamms.

Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Þá hefur verið ákveðið að takmarka skólastarf í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi. Kennsla í háskólum og framhaldsskólum skal felld niður um allt land.

Í morgun fengu nemendur og forráðamenn áframsent bréf frá Almannavörnum um viðbrögð vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 og mikilvægi þess að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar. Smelltu á fréttina til að lesa bréfið á íslensku, ensku og pólsku.

Please publish modules in offcanvas position.