Guðrún Margrét Jónsdóttir lést þann 17. janúar síðastliðinn. Hún var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá árinu 1987 til 1990 og kenndi eðlisfræði og stærðfræði. Starfsfólk FVA minnist hennar með hlýju og þakklæti og vottar aðstandendum hennar samúð. Útför Guðrúnar Margrétar fer fram í dag 24. janúar kl.13 frá Háteigskirkju.

Við minnum á að í fyrramálið kl. 10 opnar fyrir skráningar í Háskólaherminn. Aðeins 300 pláss eru í boði á landsvísu og ein regla í gildi: fyrstir skrá sig - fyrstir fá. Skráning á https://www.hi.is/haskolahermir

Nemendum skólans stendur til boða að taka þátt í landskeppninni Ungir vísindamenn sem fram fer í lok apríl. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. febrúar nk. Til mikils er að vinna þvívinningshafa / vinningshöfum ásamt leiðbeinanda er boðið í Evrópukeppnina sem fer fram í Rússlandi síðari hluta septembermánaðar.

Keppnin er opin öllum námsmönnum á aldrinum 15-20 ára. Þátttakendur velja sér viðfangsefni, rannsaka það og setja fram niðurstöður. Leiðbeinandi er annað hvort kennari við skólann eða annar sérfræðingur sem skólinn eða umsjónarmenn keppninnar fá til verksins. Það er nóg að hafa góða hugmynd að rannsóknarverkefni (og helst leiðbeinenda) til að skrá sig, en best er þó að vera kominn eitthvað áleiðis með rannsóknina. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://ungirvisindamenn.hi.is/

Í dag opnar Verið, nýtt náms- og stuðningsver FVA. Verið er til staðar í stofu B203 og auk kennara aðstoða eldri nemendur við námið. Í Verinu fá nemendur fjölbreytta námsaðstoð, t.d. við skipulagninu náms, upplýsingar um forrit og tækni sem nýtist þeim í námi ásamt því að fá aðstoð við heimanám, verkefna- og ritgerðarsmíð.

Athygli er vakin á því að nú er búið að uppfæra stundatöflu dreifnáms í vélvirkjun hér á heimasíðu skólans. Sjá hér.
Athugið að prentvæna útgáfu stundatöflunnar er að finna neðst á síðu dreifnámsins eða neðst í þessari frétt.

Please publish modules in offcanvas position.