Nánar um innritun
Nánar um innritun

Fyrsta vikan fjarri hlýjum kennslustofum FVA er að baki. Kennarar skólans brugðust bæði hratt og af æðruleysi við því að umbylta kennslunni á örfáum dögum og nýttu margs konar miðla sem þeir sumir höfðu aldrei áður prófað, m.a. hið alræmda Teams sem nú er orðið tíska um land allt. Þar skorti ekkert upp á fagmennsku og viðbúnað. Nemendur komust flestir fljótt upp á lagið með nám úr fjarlægð, reynt að tileinka sér rútínu í allri óreiðunni og sinna og skila verkefnum sínum eftir bestu getu. Það var því undarlegt að heyra að á rúv í gærkvöldi töluðu menn eins og ekkert væri að gerast í framhaldsskólunum...

Á fjórða degi samkomubanns er nú tómlegt í  FVA. En þeim mun meira að gerast í hinum rafræna heimi og aðdáunarvert að fylgjast með því hvað allir eru duglegir að láta nám og kennslu ganga upp. Þrátt fyrir smá hnökra á kerfum INNU og Teams á mánudaginn, þá fer þetta vel af stað hjá okkur. En það tekur smá tíma að aðlagast nýjum kennsluaðferðum og það reynir á þolimæðina, bæði hjá kennurum og nemendum. Og eins og skólameistari sagði i gær þá gerum við okkur grein fyrir að aðstæður ykkar nemenda eru allskonar...

Í lok þriðja dags í samkomubanni er okkur í FVA efst í huga þakklæti fyrir hve allir eru viljugir til að láta nám og kennslu ganga upp, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við hvetjum alla aðstandendur og aðra í umhverfi nemenda til að ræða saman um námið, forvitnast um verkefnavinnuna og sýna áhuga. Það styður nemendur allra best.

Þann 21. febrúar sl. fór stærðfræðikeppni grunnskólanna fram í FVA í 22. sinn. Til stóð að veita verðlaun og viðurkenningar þeim keppendum sem náðu bestum árangri um liðna helgi en vegna yfirvofandi samkomubanns var athöfnin sjálfri aflýst. Eftir sem áður eru úrslit keppninnar ljós og hafa verðlaun og viðurkenningar verið sendar í pósti til keppenda. Nöfn verðlauna- og viðurkenningahafa eru sem hér segir:

Viðtalstímar hjá Írisi skólahjúkrunarfræðingi eru óbreyttir en vegna lokunar skólans munu viðtöl fara fram á heilsugæslunni en ekki í skólanum sjálfum. Þeir sem óska eftir viðtali eða símaráðgjöf eru beðnir að senda póst til Írisar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gefa upp kennitölu og símanúmer og Íris mun hafa samband fljótlega. Viðtalstímar geðhjúkrunarfræðings FVA eru á þriðjudögum frá kl. 13-16 og fimmtudögum frá kl. 9-12.

Please publish modules in offcanvas position.