Nánar um innritun
Nánar um innritun

Brúin, samstarfshópur um forvarnir á Akranesi, í samstarfi við grunnskólana, FVA og Akraneskaupstað-Heilsueflandi samfélag býður foreldrum og öðrum áhugasömum á fyrsta fræðslukvöld ársins í Tónbergi í kvöld kl. 18:00. Þar ætla þær Anna Steinsen og Ragný Þóra Guðjohnsen að ræða við foreldra um þeirra hlutverk, hvernig foreldrar geta eflt sjálfstraust sitt og barna sinna og hversu mikilvægt það er að efla seiglu og þrautseigju barna og unglinga.

Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.

Verknámsskólar landsins hafa tekið höndum saman og standa fyrir vinnuverndarviku dagana 20.-24. janúar. Tilgangur vikunnar er að vekja sérstaka athygli á vinnuverndar- og öryggismálum sem eru órjúfanlegur hluti af daglegu starfi verknámsskólanna. Í vikunni verður boðið upp á fyrirlestra um öryggismál og vinnuvernd sem höfða til nemenda, kennara og annarra starfsmanna og verður nokkrum fyrirlestrum streymt á YouTube þannig að þeir nýtist sem flestum.

Í vikunni bættist við kennslubúnað í Málm- og véltæknideild FVA þegar kælikerfi og fjölklippur voru teknar í notkun. Kælikerfið verður notað til kennslu í kælitækni en hingað til hefur vantað kennslubúnað í þeirri grein. Því er um að ræða mikla framför í kennslu í kælitækni sem gefur fjölmarga möguleika og getur eflt kennsluna til muna.

Vikulegt fréttabréf til starfsfólks FVA hefur nú verið gert aðgengilegt á heimasíðu skólans. Tilgangur fréttabréfsins er að miðla upplýsingum um það helsta sem er á döfinni innan skólans hverju sinni og er það Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA, sem annast útgáfu þess og er ábyrgðarmaður. Fréttabréfið hefur enn ekki hlotið formlegt nafn en...

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Þá getur þú átt rétt á jöfnunarstyrk. Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is.
Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Please publish modules in offcanvas position.