Nánar um innritun
Nánar um innritun

Búið er að senda út greiðsluseðla vegna fæðis í mötuneyti FVA fyrir tímabilið 24. febrúar til 13. mars. Einnig hefur áður útsendum greiðsluseðlum vegna heimavistargjalda verið breytt, leigugjöldin lækkuð og eru nú einungis vegna tímabilsins 1.-13. mars 2020.

Opið hefur verið val áfanga fyrir haustönn 2020 frá 5. mars síðastliðnum og þrátt fyrir að nemendur haldi sig nú heima og sinni sínu námi þaðan hafa þeir nú samt verið duglegir að velja fyrir næstu önn. Hafa þær Jónína áfangastjóri og Sigga náms- og starfsráðgjafi aðstoðað nemendur rafrænt eða í gegnum síma. Segja má að flestir eru búinir að velja, enda fjölmargir áhugaverðir skyldu- og valáfangar í boði hjá okkur á haustönn 2020.

Tilveran er frekar skrítin þess daganna, þegar okkur er allt í einu kippt úr daglegri rútínu, þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt og finna okkur nýjar venjur. Nú er fyrsta fjarnámsvikan liðin og vika tvö að hefjast með enn fleiri áskorunum og verkefnum. Ekki er hægt að segja annað en að bæði kennarar og nemendur séu að standa sig vel í þessum nýju aðstæðum. Við viljum samt ítreka mikilvægi þess að nemendur fylgist vel með öllum skilaboðum á INNU, Teams eða í tölvupósti. Það er alltaf er hægt að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst.

Þá er fyrstu fjarnámsvikunni að ljúka og við vildum bara senda ykkur inn í helgina og næstu viku með smá heilsu-peppi 🙂 Það er svo mikilvægt að hugsa vel um sig og ekki síst svefninn, oft er þörf en nú er nauðsyn. Landlæknisembættið var rétt í þessu að gefa út frábært yfirlit yfir ráðleggingar sem stuðla að betri svefni - sjá hér. Og við minnum á svefnþörfina: 8-10 klst fyrir þau ykkar sem eru undir 18 ára og 7-9 klst fyrir þá sem eru 18 ára og eldri.

Fyrsta vikan fjarri hlýjum kennslustofum FVA er að baki. Kennarar skólans brugðust bæði hratt og af æðruleysi við því að umbylta kennslunni á örfáum dögum og nýttu margs konar miðla sem þeir sumir höfðu aldrei áður prófað, m.a. hið alræmda Teams sem nú er orðið tíska um land allt. Þar skorti ekkert upp á fagmennsku og viðbúnað. Nemendur komust flestir fljótt upp á lagið með nám úr fjarlægð, reynt að tileinka sér rútínu í allri óreiðunni og sinna og skila verkefnum sínum eftir bestu getu. Það var því undarlegt að heyra að á rúv í gærkvöldi töluðu menn eins og ekkert væri að gerast í framhaldsskólunum...

Please publish modules in offcanvas position.