Í morgun var haldinn skólafundur á sal skólans fyrir nemendur og starfsfólk. Fundurinn var á þjóðfundaformi og var markmið hans að vinna áfram með gildi skólans sem skilgreind voru fyrir tveimur árum á álíka fundi. Sem fyrr stýrði Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, vinnu fundarins. Í dag var áfram unnið með þessi gildi: jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika, og merking þeirra fyrir skólastarfið skoðuð. Þegar niðurstöður þjóðfundarins liggja fyrir verða þær kynntar hér á heimasíðunni

Vorönn 2019 hefur farið vel af stað hér við FVA. Alls stundar 471 nemandi nám þessa önn, 276 karlar (58,6%) og 195 konur (41,4%). Meirihluti nemenda stundar dagskóla, eða 386, en auk þeirra eru 85 nemendur skráðir í kvöld- og helgarnám. 79% nemenda eru búsettir á Akranesi og nágrenni en annars koma nemendur víða að, þó aðallega frá höfuðborgarsvæðinu og af Vesturlandi. Flestir stunda nám á Opinni stúdentsbraut og Náttúrufræðabraut, um 90 á hvorri braut fyrir sig. Sem áður er iðnnámið mjög vinsælt og 154 nemendur eru skráðir í vélvirkjun, rafvirkjun og húsasmíði við FVA.

Guðrún Margrét Jónsdóttir lést þann 17. janúar síðastliðinn. Hún var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá árinu 1987 til 1990 og kenndi eðlisfræði og stærðfræði. Starfsfólk FVA minnist hennar með hlýju og þakklæti og vottar aðstandendum hennar samúð. Útför Guðrúnar Margrétar fer fram í dag 24. janúar kl.13 frá Háteigskirkju.

Við minnum á að í fyrramálið kl. 10 opnar fyrir skráningar í Háskólaherminn. Aðeins 300 pláss eru í boði á landsvísu og ein regla í gildi: fyrstir skrá sig - fyrstir fá. Skráning á https://www.hi.is/haskolahermir

Nemendum skólans stendur til boða að taka þátt í landskeppninni Ungir vísindamenn sem fram fer í lok apríl. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. febrúar nk. Til mikils er að vinna þvívinningshafa / vinningshöfum ásamt leiðbeinanda er boðið í Evrópukeppnina sem fer fram í Rússlandi síðari hluta septembermánaðar.

Keppnin er opin öllum námsmönnum á aldrinum 15-20 ára. Þátttakendur velja sér viðfangsefni, rannsaka það og setja fram niðurstöður. Leiðbeinandi er annað hvort kennari við skólann eða annar sérfræðingur sem skólinn eða umsjónarmenn keppninnar fá til verksins. Það er nóg að hafa góða hugmynd að rannsóknarverkefni (og helst leiðbeinenda) til að skrá sig, en best er þó að vera kominn eitthvað áleiðis með rannsóknina. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://ungirvisindamenn.hi.is/

Please publish modules in offcanvas position.