Upphafi annar fylgir ávallt umtalsverð vinna við töflubreytingar og hafa þær Guðrún, Jónína og Þorbjörg staðið í ströngu í gær og í dag. Kl. 16 í dag lokum við fyrir umsóknir um töflubreytingar í Innu og afgreiðum þær umsóknir sem hafa borist. Í fyrramálið kl. 8 opnum við aftur og nemendur fá tækifæri til að sækja aftur um breytingar á töflunni til kl. 16 á morgun. Þá lokum við aftur og afgreiðum þær umsóknir sem liggja fyrir.

Röðun áfanga í kennslustofur getur breyst annað kvöld vegna smitvarna. Fylgist með í INNU!

Í morgun var opnað fyrir stundatöflur og töflubreytingar í Innu. Guðrún Sigríður náms- og starfsráðgjafi verður til viðtals vegna töflubreytinga ásamt Jónínu og Þorbjörgu áfangstjórum kl. 10 - 16 í dag og á morgun. Þær eru staðsettar á fyrstu hæðinni í B-álmu (í tölvustofum og hjá náms- og starfsráðgjöfum). Það má einnig senda póst á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þær hafa samband.

Kæru nemendur! Kennsla hefst í FVA miðvikudaginn 19. ágúst skv. stundaskrá. Nýnemar mæta í skólann á morgun 18. ágúst sem hér segir:

  • Hópur 1 (Umsjónarkennari: Arnar): kl 9
  • Hópur 2 (Umsjónarkennari: Aldís): kl 11
  • Hópur 3 (Umsjónarkennari: Birna Björk): kl 13
  • Hópur 4 (Umsjónarkennari: Kristín Edda): kl 15

Nýnemar fá sms og póst í INNU um hvenær þeir eiga að mæta. Móttaka nýnema tekur rúma klukkustund.

Smit eru aðeins fleiri í dag en í gær svo það er fyllsta ástæða til að fara að öllu með gát. Við stefnum enn á að kenna bæði fjar- og staðnám og skipuleggjum stuttan tíma í einu. Skólahúsnæðinu verður skipt upp í svokölluð sóttvarnarhólf til að framfylgja tilmælum landlæknis um þann fjölda sem má koma saman á einum stað. Leiðbeiningar um hvernig það virkar og umgengni um húsið í covid verða birtar á heimasíðu FVA á næstu dögum.

Kæru nemendur! Í ljósi nýjustu frétta af kórónuveiru og hægri útbreiðslu hennar þessa stundina stefnum við í FVA á að kenna sem mest í skólanum og vera með fjarkennslu í bland. Verknám verður í hefðbundinni kennslu eftir fremsta megni og bóknám í blöndu af fjarnámi og staðarnámi eins og aðstæður leyfa. Nánar um framkvæmdina á þessu síðar.

Please publish modules in offcanvas position.