Nánar um innritun
Nánar um innritun

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um sveinspróf hefur verið framlengdur til 1. maí nk. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Iðunnar fræðsluseturs, en Iðan annast framkvæmd sveinsprófanna.

Undanfarna mánuði hefur jafnlaunakerfi FVA verið í vinnslu en Sigríður Hrefna Jónsdóttir, gæðastjóri FVA, hefur leitt vinnuna við undirbúning og innleiðingu kerfisins svo og vottunarferlið sjálft. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi vottunarstofan iCert svo úttekt á jafnlaunakerfi FVA og er niðurstaðan sú að kerfið uppfylli kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Í stuttu máli þýðir þetta að staðfest er að ákvarðanir og málsmeðferð í launamálum starfsmanna hjá FVA er fagleg og felur ekki sér beina eða óbeina kynbundna mismunun eða óútskýrðan launamun.

Kæru nemendur, í daglegu lífi líður okkur best þegar við vitum hvað er framundan, þekkjum aðstæður og vitum hvað er ætlast til af okkur. Þá upplifum við ró, öryggi og erum yfirveguð. Nú eru nýjar aðstæður og óvissa í loftinu sem er áskorun fyrir okkur. Það er eðlilegt að upplifa ótta, óöryggi og kvíða. Tilfinningarnar geta verið sterkar og þá fara stundum hugsanirnar okkar á flug. Flugið getur magnað upp kvíðann og óöryggið. Hér eru nokkur atriði sem geta verið hjálpleg:

Kennarar FVA halda uppi námi og kennslu í skólanum í yfirstandandi samkomubanni og hafa lagt heimili sín undir vinnustöðvar, eins og fleiri sem vinna heima þessa dagana. Nemendur skólans eru flestir fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum og nýju námsumhverfi. Þeim er ráðlagt að sinna verkefnum sínum af yfirvegun, reyna að halda rútínu, borða hollt og fara út að ganga til að daglegt líf raskist sem minnst.

Við vonum að önnur fjarnámsvika sé að fara nokkuð vel með ykkur. Nú þegar búið er að stöðva allar íþróttaæfingar og loka líkamsræktarstöðvum og sundlaugum þurfum við, nú sem aldrei fyrr, að vera dugleg að hreyfa okkur heima við og úti. Hér ætlum við að gefa ykkur nokkrar góðar hugmyndir:

Please publish modules in offcanvas position.