Stundaskrá dreifnáms í vélvirkjun er nú komin á heimasíðuna og eru nemendur beðnir að kynna sér dagsetningar vel. Vegna mikils fjölda sem skráður er í námið verður kennt bóklegt og verklegt um helgar, nánari upplýsingar hér.

Í mötuneyti skólans er boðið upp á hollan og fjölbreyttan mat á góðu verði og eru nemendur skólans eindregið hvattir til að nýta sér þennan valkost.

Nú er hægt að nálgast matseðil mötuneytis skólans næstu tvær vikurnar. Sjá hnapp hér vinstra megin á síðunni.

Kennsludagar í húsasmíðanámi með vinnu verða sem hér segir:

Kennsludagar á haustönn 2018

  September Október Nóvember Desember  
Laugardagur 1. sept 13. okt 10. nóv 1. des  
Sunnudagur 2. sept 14. okt 11. nóv 2. des  
Laugardagur 15. sept 27. okt  24. nóv    
Sunnudagur 16. sept 28. okt  25. nóv    
Laugardagur 29. sept        
Sunnudagur 30. sept        

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa nú endurnýjað samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum Fjölbrautaskólans skólaárið 2018-2019.

Þá er haustönn um það bil að hefjast og ekki úr vegi að rifja upp helstu dagsetningar sem skipta máli í upphafi annar.

Please publish modules in offcanvas position.