Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Í dag voru 65 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. 

Jónína Halla Víglundsdóttir áfangastjóri flutti annál vorannar 2018; Hjördís Brynjarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Hallbera Guðný Gísladóttir fyrrverandi nemandi skólans flutti ávarp. Karólína Andrea Gísladóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2018.

Í dag heimsótti Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ráðherra, ásamt fylgdarliði sínu, skoðaði húsakynni skólans undir leiðsögn skólastjórnenda, ræddi við nemendur og starfsfólk og fékk fræðslu um starfsemi skólans. Iðnnámið vakti sérstakan áhuga ráðherra og þar er meðfylgjandi mynd tekin.

Please publish modules in offcanvas position.