Við minnum á Skrudduna, fréttabréf FVA, sem gefið er út vikulega á starfstíma skólans. Efnið er ætlað starfsfólki, nemendum og öðrum þeim sem áhuga hafa á starfi skólans og vilja fylgjast með því sem gerist bak við tjöldin. Glóðvolg Skrudda er nú komin í pósthólf áskrifenda. Hægt er að gerast áskrifandi hér. Hægt er að lesa öll tölublöð hér.

Sjúkraliðanemar í dreifnámi athugið. Fyrsta staðlota er nk. fimmtudag, 3. september kl. 16:15. Dagskrá lotunnar er svohljóðandi:

Kæru nemendur. Enn gengur allt vel og ekkert smit hefur komið upp í skólanum. En verum ávallt á varðbergi! Við ítrekum nokkur mikilvæg atriði í upphafi haustannar:

Inna er hæg í augnablikinu og við biðjum nemendur að sýna þolinmæði eins og kostur er. Einnig viljum við benda á að til að geta tekið þátt í fjarfundi í gegnum Innu þarf, í fyrsta sinn sem notandi tengist, að gefa vafra heimild til notkunar á hljóðnema og myndavél. Þessi heimildarbeiðni birtist í sprettiglugga (pop-up) og eru sumir vafrar stilltir þannig að þeir leyfa ekki slíka sprettiglugga (pop-up blocker). Ef svo er þurfa notendur að leyfa sprettiglugga, annað hvort í stillingum vafrans eða þá athuga hvort ekki birtist lítill rauður kross efst til hægri í vafranum. Eftir að notandi hefur tengst fundi er svo mælt með því að loka á hljóðnemann (mute) nema taka eigi til máls.

UPPFÆRT: Inna er komin í lag.

Kennslukerfið Inna liggur niðri á landsvísu í augnablikinu. Verið er að vinna að viðgerð.

Please publish modules in offcanvas position.