Nánar um innritun
Nánar um innritun

Kæru nemendur og aðstandendur! Nú hefur skólinn starfað í samkomubanni í þrjá kennsluvikur. Ein helsta áskorunin í skólastarfinu er að halda takti þrátt fyrir undarlegt ástand og óvissu sem ríkir í samfélaginu. Allt bendir til þess að enn sem komið er hafi skólastarfið gengið vonum framar. Nú er páskafrí framundan og kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 15. apríl. Það er stefna okkar sem störfum í FVA að nemendur haldi áfram að fá næg tækifæri til að ná sér á strik í náminu og samstarf heimila og skóla er sem fyrr afar mikilvægt.

Þá er kærkomið páskafrí alveg að detta í hús og okkur í Heilsueflingarteyminu langar að halda áfram að gefa ykkur nokkur góð heilsuráð, núna um mataræðið. Í allri heimaverunni hafa eflaust margir dottið óþarflega djúpt í nammi- og snakkskálarnar og standa sig kannski að því að vera sífellt nartandi eða kíkjandi í skápana heima. Það að borða reglulega yfir daginn, sleppa ekki máltíðum og borða sig mátulega saddan hjálpar til við að draga úr nartþörf og sykurlöngun.
 

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjöunda sinn, eru ungir sem aldnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Ýmsir nota tækifærið og birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn og við hvetjum ykkur til að taka þátt í því. 

Stofnanasamningur var loksins undirritaður í FVA þann 11. mars sl. eftir áralangt þóf. Í stofnanasamningnum eru lagðar faglegar áherslur næstu ára og félagsmönnum KÍ raðað til launa en síðan er greitt skv. launatöflu sem fylgir miðlægum kjarasamningi. Samstarfsnefnd er sátt við samninginn og hafa kennara FVA samþykkt hann í atkvæðagreiðslu.

Vakin er athygli á því að frestur til að sækja um sveinspróf hefur verið framlengdur til 1. maí nk. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Iðunnar fræðsluseturs, en Iðan annast framkvæmd sveinsprófanna.

Please publish modules in offcanvas position.