Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Í dag lýkur viðburðaríkri nýnemaviku sem í ár var með eilítið breyttu sniði. Í stað nýnemavígslu á Langasandi var nýnemum í þetta sinn boðið í ferð í Logaland. Lagt var af stað frá skólanum eftir kennslu miðvikudaginn 22. ágúst og ekið sem leið liggur að félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði.

Fjölbrautaskóli Vesturlands var settur föstudaginn 17. ágúst sl. Móttaka var fyrir nýnema þann dag, þar sem skólinn var kynntur fyrir þeim á nýstárlegan hátt með ratleik og lauk dagskránni með sameiginlegum hádegisverði í mötuneyti skólans. Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 20. ágúst. Sérstakur kynningarfundar var haldinn miðvikudaginn 22. ágúst fyrir nemendur sem hefja nám með vinnu.

Stundaskrá dreifnáms í vélvirkjun er nú komin á heimasíðuna og eru nemendur beðnir að kynna sér dagsetningar vel. Vegna mikils fjölda sem skráður er í námið verður kennt bóklegt og verklegt um helgar, nánari upplýsingar hér.

Í mötuneyti skólans er boðið upp á hollan og fjölbreyttan mat á góðu verði og eru nemendur skólans eindregið hvattir til að nýta sér þennan valkost.

Nú er hægt að nálgast matseðil mötuneytis skólans næstu tvær vikurnar. Sjá hnapp hér vinstra megin á síðunni.

Kennsludagar í húsasmíðanámi með vinnu verða sem hér segir:

Kennsludagar á haustönn 2018

  September Október Nóvember Desember  
Laugardagur 1. sept 13. okt 10. nóv 1. des  
Sunnudagur 2. sept 14. okt 11. nóv 2. des  
Laugardagur 15. sept 27. okt  24. nóv    
Sunnudagur 16. sept 28. okt  25. nóv    
Laugardagur 29. sept        
Sunnudagur 30. sept        

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Please publish modules in offcanvas position.