Nú höfum við fengið nýjar umgengnisreglur miðað við 200 manns í hólfi og 1 metra. Nýju reglurnar taka gildi mánudaginn 7. september og eru svohljóðandi:

Á fundi almannavarna í gær var boðað að frá og með mánudeginum 7. september megi 200 manns koma saman. Þetta eru aldeilis góðar fréttir fyrir okkur og þýðir í raun að við getum fært okkur meira úr fjarnámsumhverfinu í staðnám þótt við höldum okkur við sóttvarnarhólfin eins og áður. Stjórnendur skólans hamast nú við að útfæra skólastarfið miðað við nýjar reglur og eru nemendur og forráðamenn þeirra því hvattir til að fylgjast sérstaklega vel með tölvupósti og í Innu næstu daga.

Athygli er vakin á því að sjálfsmatsskýrsla síðasta skólaárs er nú tilbúin og liggur frammi hér. Sömuleiðis er ársskýrsla 2019 tilbúin og er hún aðgengileg hér. Þessar skýrslur og skýrslur fyrri ára er að finna undir liðnum Skjöl neðst á vef skólans.

Langflestir nemendur og kennarar FVA fylgja umgengnisreglum sem settar voru í upphafi skólaárs okkur öllum til góðs. Reglurnar eru í raun einfaldar, að fara ekki á milli sóttvarnarhólfa (mismunandi álmur skólans) nema spritta sig á milli með nýju snertilausu sprittgjöfunum sem bíða ykkar við hvern inngang í húsið og víðar, og halda sig hægra megin á ganginum  með 1 m millibili. Í kennslustofum er borðum raðað með nákvæmlega 1 m millibili og hafa nemendur skipað sér til sætis í samræmi við það. Mötuneytið er áfram lokað vegna covid nema fyrir heimavistarbúa en morgunhressing er í boði fyrir nemendur í afreksíþróttum tvo daga í viku.

Starfsumhverfiskönnun ríkisins og Sameykis sem Gallup heldur utan um var lögð fyrir starfsfólk í miðju „kóviti“ sl. vor. Í lok maí ákvað stjórn Sameykis, í ljósi aðstæðna, að fresta því að birta niðurstöður úr könnunni til 14. október nk. Við í FVA höfum þó fengið okkar skýrslu sem sýnir 3,98 stig í heildarmati sem er mun betri niðurstaða en 2019 þegar stigin voru 3,47.

Please publish modules in offcanvas position.