Nánar um innritun
Nánar um innritun

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19, viljum við ítreka mikilvægi þess að allir fylgi vel leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Nýjustu fréttir og upplýsingar er að finna á vef Landlæknis. Þar er einnig búið að taka saman upplýsingar ætlaðar börnum og ungmennum. Einnig er bent á að skólinn vinnur eftir Viðbragðsáætlun FVA sem er aðgengileg á heimasíðu hér.

Aðgerðir FVA miða að því að draga úr smithættu og því er mikilvægt að gæta fyllsta hreinlætis. Allir í FVA eru hvattir til handþvotta og hafa brúsar með handspritti verið settir upp við innganga og við öll salerni skólans.

Nú undir morgun var skrifað undir nýjan kjarasamning Sameykis við ríkið og hefur verkfalli því verið aflýst. Skrifstofa FVA er því opin og símsvörun og önnur þjónusta með óbreyttu sniði.

Vegna verkfalls Sameykis/BSRB dagana 9. og 10. mars verður skrifstofa FVA lokuð mánudag og þriðjudag og engin símsvörun, nema samningar náist. Sé nauðsynlegt að ná í skólastjórnendur á þessum tíma eru upplýsingar um símanúmer og netföng þeirra aðgengilegar hér. Undanþága fékkst vegna heimavistar og verður hún opin með óbreyttu sniði. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á næstu vikum, sjá nánar hér.

Árshátíð NFFA fer fram í kvöld. Af þeim sökum hefur matsalurinn verið lokaður frá því seinnipartinn í gær því þar hefur árshátíðarnefndin aldeilis staðið í stórræðum við að skreyta og gera klárt fyrir matinn og skemmtiatriði kvöldsins. Salurinn opnar 17:30 og borðhald hefst kl 18. Iddi Biddi mun annast veislustjórn og boðið verður upp á fjölmörg skemmtiatriði, meðal annars tónlistaratriði frá kennurum og árshátíðarmyndband. Áætlað er að skemmtun á sal endi rétt eftir kl. 21:00.

Tímaritið 2020 hefur nú verið gefið út í fjórða sinn en útgáfa blaðsins er sameiginlegt verkefni 14 iðn- og starfsnámsskóla á Íslandi. Efni blaðsins kemur úr ýmsum áttum og í því er áhersla lögð á að kynna fjölbreytta möguleka iðn- og starfsnáms fyrir nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Blaðið inniheldur meðal annars viðtöl við tvo nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands, þau Árna Salvar Heimisson og Margréti Sæunni Pétursdóttir.

Please publish modules in offcanvas position.