Nánar um innritun
Nánar um innritun

Athygli er vakin á því að frestur til að sækja um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands er til 5. júní, en ár hvert styrkir sjóðurinn afburðanemendur til náms við skólann. Styrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Frá upphafi hafa hátt í 300 nýnemar við Háskólann hlotið styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru nú að fjárhæð 300.000 kr. hver auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. 

Nú stefnir í að samkomubanni verði aflétt í nokkrum skrefum. Hið fyrsta verður stigið 4. maí en þá mega 50 koma saman í stað 20 manns nú.  Ég met stöðuna svo að ekki sé áhættunnar virði að boða alla nemendur í skólann aftur í þann stutta tíma sem eftir er miðað við þær kringumstæður sem nú ríkja. Nemendur verða þá á ferðinni í skólahúsnæðinu og ekki er hægt að halda viðunandi 2 metra fjarlægð í kennslustofum, á göngum og svæðum þar sem umferð er mikil.

Í dag, 15. apríl, fagnar frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti lýðveldisins, 90 ára afmæli sínu og við fögnum svo sannarlega með henni. Frú Vigdís gegndi forsetaembættinu á árunum 1980 til 1996 og í sumar verða 40 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar, en hún var fyrsta konan í heiminum til að ná kjöri í almennum forsetakosningum. Við hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands óskum frú Vigdísi til hamingju með afmælisdaginn með þökkum fyrir hennar framlag til tungumála, menningar, menntamála, jafnréttismála og umhverfismála, svo eitthvað sé nefnd. Í dag drögum við fána að húni til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur!

Nú er ljóst að gildandi samkomubanni verður aflétt í nokkrum skrefum eftir 4. maí. Á fyrsta skrefi afléttingar mega 50 manns koma saman í stað 20 eins og nú er. Það leysir þó ekki okkar vanda því áfram er erfitt um vik að koma nemendum fyrir í kennslustofum, mötuneyti, heimavist og á göngum skólans með fyrirskipuðum sóttvörnum og 2 m fjarlægðarmörkum. Það er því ekki líklegt að skólinn opni á ný fyrir alla nemendur því flensuveiran er enn virk.

Kæri nemandi! Ég óska þér gleðilegrar hátíðar. Páskar boða fögnuð og upprisu og við í FVA ætlum sannarlega að gleðjast og rísa upp eftir fríið, endurnærð og tilbúin í næstu lotu. Enn er planið að halda okkar striki með kennslu úr fjarlægð, að minnsta kosti til 4. maí og mögulega geta nemendur ekki komið í skólann meir á þessari önn. En þetta skýrist fljótlega, við tökum einn dag í einu. Kennarar eru allavega þegar byrjaðir að huga að því hvernig námsmat geti farið fram m.v. að nemendur komi ekki aftur í skólann.

Please publish modules in offcanvas position.