Nú hefur verið opnað fyrir innritun í framhaldsskóla á vefsíðunni menntagatt.is og hafa nemendur 10. bekkjar grunnskólanna þegar fengið aðgangsupplýsingar og leiðbeiningar vegna þess. Um næstu helgi fer fram framhaldsskólakynningin Mín framtíð 2019 í Laugardalshöll og þar verða fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands að sjálfsögðu á svæðinu til að kynna námsframboð skólans.

Nú hefur verið opnað fyrir valið í Innu og verður það opið til 18. mars. Með því að velja fyrir næstu önn staðfesta nemendur að þau ætli áfram að stunda nám við FVA. Á heimasíðu skólans undir flipanum Námið ->Námsáætlanir og val er að finna eftirfarandi upplýsingar:

Árshátíð nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands, NFFA, er í kvöld. Af þeim sökum er matsalur skólans lokaður í dag vegna undirbúnings en hádegisverður borinn fram fyrir framan matsalinn. Húsið opnar svo fyrir matargestum í kvöld kl. 17:45, en ballið er haldið á Gamla Kaupfélaginu þar sem húsið opnar kl. 22:00. NFFA stendur fyrir stórglæsilegri dagskrá sem hægt er að kynna sér nánar á Facebook-viðburði NFFA. Á morgun er miðannarfrí í FVA og því engin kennsla.

Á morgun verður Háskólalestin á ferðinni á Akranesi og mun hún vera hjá okkur í FVA frá kl. 10:00 til 11:30 í Gamla sal. Þar munu allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir. Nemendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum og allir velkomnir.

Í morgun var nemendum og starfsfólki skólans boðið upp á fyrirlestur um svefn. Viðburðurinn fór fram á sal skólans og þar fjallaði Dr. Erla Björnsdóttir um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fór yfir algeng svefnvandamál og gaf viðstöddum góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni.

Please publish modules in offcanvas position.