Nemendur eru hvattir til að undirbúa sig tímanlega fyrir rafræn lokapróf, hafa netaðgang alveg á hreinu (hafa má samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), skoða vel öll skilaboð frá kennara í INNU og tölvupósti tímanlega fyrir prófdag og hafa tölvu og síma fullhlaðna þegar prófatími rennur upp. 

Kæra foreldri / forráðamaður nemanda í FVA. Vorpróf í FVA hefjast 6. maí og standa til 19. maí. Staðan eru óvenjuleg að þessu sinni eins og annað í skólastarfinu um þessar mundir að því leyti að öll bókleg próf eru rafræn og verða tekin heima skv. nánari fyrirmælum frá kennara (sjá próftöflu á vef FVA og próftöflu hvers nemenda í INNU). Nú er leitað til forráðamanna um leggja sitt af mörkum til að

Ágæti nemandi! Frá því að samkomubann vegna kórónuveiru var sett mánudaginn 16. mars sl. hefur nám í FVA farið fram með fjarkennslulausnum. Nú hefur formlega verið opnað á kennslu í framhaldsskólum með þeim takmörkunum að tryggt skuli að ekki verði fleiri en 50 manns inni í sama rými og eftir sem áður „skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“

Náms- og starfsráðgjöf FVA hefur tekið saman nokkra mikilvæga punkta fyrir nemendur að hafa í huga í rafrænum heimaprófum komandi prófatíðar.

Ágætu kennarar, starfsmenn og nemendur FVA. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir samfylgdina í vetur. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag í lok apríl. Þennan dag eru oftast hátíðahöld um land allt og frí hjá nemendum og starfsfólki sem er skemmtilegur siður í okkar kalda landi. Nú verður minna um skrúðgöngur en hver og einn getur þó klætt sig upp á í dag og farið í sína eigin skrúðgöngu um nágrennið. Okkur veitir sannarlega ekki af upplyftingu eftir hremmingar síðustu vikna. Þessi vetur kórónaði allt!

Please publish modules in offcanvas position.