Rétt í þessu var að ljúka fundi með ráðherra um viðbrögð við nýrri bylgju smita vegna COVID19. Ekki hefur verið lagt til að breyta núgildandi sóttvarnarreglum á landsvísu en í ljósi þess að smit er á sveimi á Skaganum og beðið þess að hægt sé að taka sýni úr nemendum FVA í sóttkví, telur skólameistari nauðsynlegt að gripið sé til aðgerða í eina viku, dagana 21.-25. september sem hér segir:

Um hádegi í dag fengu allir nemendur og starfsmenn skilaboð frá skrifstofu FVA vegna viðbragða við COVID-19 smiti sem kom upp í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum. Öll þau sem voru í ræktinni þriðjudaginn 15. september eiga að fara í sóttkví og eru beðin að láta vita strax af sér í s. 6915602 (Guðmunda) eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Eftirfarandi skilaboð voru birt á vef Akraneskaupstaðar rétt í þessu:

Við minnum á að nemendur sem finna til flensueinkenna eiga að vera heima, láta vita á skrifstofu skólans s. 433 2500 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skrá forföll í Innu (undir 18 ára). Ef grunur leikur á smiti vegna COVID-19 er nauðsynlegt að láta skólann vita af því svo hægt sé að bregðast strax við með viðeigandi hætti. Meðfylgjandi mynd sýnir ferli viðbragða FVA leiki grunur á smiti en viðbragðsáætlun FVA vegna COVID-19 í heild sinni er aðgengileg hér.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag, 16. september! Í grænfánaskólanum okkar starfar umhverfishópur sem óskar nú eftir nemendum til starfa í vetur. Áhugasamir hafi samband við Helenu Valtýs (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Í dag fer jafningjafræðsla í stærðfræði af stað á nýjan leik í Verinu og allir eru velkomnir. Verið er staðsett í stofu B-203 og verður aðstoð í stærðfræði í boði á miðvikudögum, kl. 9:40-10:35. Ef eftirspurn skapast verður líka í boði að fá stuðning við verkefnaskil, ritgerðasmíð og meðferð heimilda. Hafið samband við námsráðgjafa FVA (4332519 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) ef áhugi er fyrir slíkri aðstoð í Verinu. 

 

Please publish modules in offcanvas position.