Nánar um innritun
Nánar um innritun

Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru nú lausar til umsóknar kennarastöður vegna skólaársins 2020-2021 í eftirfarandi greinum: málmiðngreinum, rafiðngreinum, sálfræði, dönsku, stærðfræði og íslensku. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingum viðkomandi starfs á starfatorg.is. Einnig er hægt að hafa samband við Steinunni Ingu Óttarsdóttur, skólameistara FVA (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) vegna frekari upplýsinga.

Athygli er vakin á því að frestur til að sækja um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands er til 5. júní, en ár hvert styrkir sjóðurinn afburðanemendur til náms við skólann. Styrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Frá upphafi hafa hátt í 300 nýnemar við Háskólann hlotið styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru nú að fjárhæð 300.000 kr. hver auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. 

Nú stefnir í að samkomubanni verði aflétt í nokkrum skrefum. Hið fyrsta verður stigið 4. maí en þá mega 50 koma saman í stað 20 manns nú.  Ég met stöðuna svo að ekki sé áhættunnar virði að boða alla nemendur í skólann aftur í þann stutta tíma sem eftir er miðað við þær kringumstæður sem nú ríkja. Nemendur verða þá á ferðinni í skólahúsnæðinu og ekki er hægt að halda viðunandi 2 metra fjarlægð í kennslustofum, á göngum og svæðum þar sem umferð er mikil.

Í dag, 15. apríl, fagnar frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti lýðveldisins, 90 ára afmæli sínu og við fögnum svo sannarlega með henni. Frú Vigdís gegndi forsetaembættinu á árunum 1980 til 1996 og í sumar verða 40 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar, en hún var fyrsta konan í heiminum til að ná kjöri í almennum forsetakosningum. Við hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands óskum frú Vigdísi til hamingju með afmælisdaginn með þökkum fyrir hennar framlag til tungumála, menningar, menntamála, jafnréttismála og umhverfismála, svo eitthvað sé nefnd. Í dag drögum við fána að húni til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur!

Nú er ljóst að gildandi samkomubanni verður aflétt í nokkrum skrefum eftir 4. maí. Á fyrsta skrefi afléttingar mega 50 manns koma saman í stað 20 eins og nú er. Það leysir þó ekki okkar vanda því áfram er erfitt um vik að koma nemendum fyrir í kennslustofum, mötuneyti, heimavist og á göngum skólans með fyrirskipuðum sóttvörnum og 2 m fjarlægðarmörkum. Það er því ekki líklegt að skólinn opni á ný fyrir alla nemendur því flensuveiran er enn virk.

Please publish modules in offcanvas position.