Það má með sanni segja að Fjölbrautaskóli Vesturlands sitji nú á grænni grein í umhverfismálum því í morgun afhenti Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd, fulltrúum umhverfisnefndar skólans Grænfánann í fyrsta sinn. Umhverfisnefnd hefur unnið að því um langa hríð að fá að flagga Grænfánanum og nú loks hefur því markmiði verið náð.

Í gærkvöldi stóð NFFA, nemendafélag FVA, fyrir undankeppni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Undankeppnin var haldin á sal skólans og voru keppendur í ár þær Valfríður Guðmey Haraldsdóttir, Fanney Lísa Sveinsdóttir, Aðalheiður Fríða Hákonardóttir og Jóna Alla Axelsdóttir. Í dómnefnd sátu þau Pétur Óðinsson, Ylfa Flosadóttir og Samúel Þorsteinsson.

Nemendur í umhverfisnefnd FVA undir stjórn Helenu Valtýsdóttur hafa boðað til loftslagsverkfalls á Akratorgi föstudaginn 15. mars kl. 12:00. Verkfallið er að fyrirmynd bylgju loftslagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal ungmenna víðsvegar um heiminn. Í Reykjavík hafa stúdentar mótmælt síðustu þrjá föstudaga og næsta föstudag verður auk þess mótmælt á Akranesi og Akureyri. Vill umhverfisnefnd FVA hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna á Akratorg á föstudaginn kl. 12 með mótmælaskilti og baráttuandann að vopni.

Facebook-síða viðburðarins

Viðtal við Gretu Thunberg á YouTube

 

Í Laugardalshöllinni er allt að verða klárt fyrir Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið verður um helgina. Fulltrúar 33 framhaldsskóla alls staðar af landinu verða á staðnum og kynna sína starfsemi. Fjölbrautaskóli Vesturlands er þar engin undantekning og eru allir velkomnir í básinn okkar þar sem hægt er að kynna sér skólann og námsframboðið.

Í dag, þriðjudaginn 12. mars kl. 17-19, verður opið hús hér í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Gestum verður boðið upp á kynningar á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir, sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra.

Please publish modules in offcanvas position.