Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst í vikunni og er keppnin í beinni útsendingu á Rás 2. Í kvöld mun lið Fjölbrautaskóla Vesturlands etja kappi við lið Menntaskólans á Akureyri og hefst viðureignin klukkan 21. Lið FVA skipa þau Amalía Sif Jessen, Guðmundur Þór Hannesson og Karl Ívar Alfreðsson. Gangi ykkur vel, áfram FVA!

Þá er vorönn 2019 um það bil að hefjast og tímabært að minna á mikilvægar dagsetningar.

Skrifstofa Fjölbrautaskóla Vesturlands opnar á ný eftir jólafrí þann 28. desember kl. 10:00. Við óskum nemendum, starfsfólki og öðrum aðstandendum skólans gleðilegra jóla, farsældar á ári komandi og þökkum samstarfið á líðandi ári.

Í dag voru 47 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14.

Um liðna helgi þreyttu fjórir nemendur skólans sveinspróf í húsasmíði og stóðu þeir sig allir vel. Í gær fengu þeir staðfestingu frá prófdómara á því að hafa staðist prófið og eru þeim færðar innilegar hamingjuóskir með áfangann. Á myndinni eru þeir f.v. Sigurður Sjafnar Ingólfsson, Baldvin Ásgeirsson, Sölvi Jón Sævarsson og Árni Ólafsson

Please publish modules in offcanvas position.