Í dag hófst jafningjafræðslan og mun hún fara fram í Verinu (B-203) sem hér segir:

  • Á mánudögum kl: 13:05-14:00 - Aðstoð í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.
  • Á miðvikudögum kl: 14:55-15:55 - Aðstoð í stærðfræði.

Fimmtudaginn 5. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.
Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.
Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00. Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta lífsleiknikennara barna sinna.  

Fjölbrautaskóli Vesturlands var settur í morgun kl. 10 á sal skólans. Voru nýnemar þá sérstaklega boðnir velkomnir og eftir stutta kynningu á sal var hópnum skipt í lið sem öttu kappi í ratleik sem fór fram víðsvegar um byggingar skólans.

Senn líður að upphafi skólaárs 2019-2020 og því tímabært að minna á mikilvægar dagsetningar næstu vikurnar.

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 24. júní til þriðjudagsins 6. ágúst.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans góðs sumars.

 

Please publish modules in offcanvas position.