Íþróttavika Evrópu hefst formlega í dag 23. september. Þær Helena og Hildur Karen voru búnar að skipuleggja nokkra viðburði tengda Íþróttaviku Evrópu og íþróttatímum þessa vikuna en vegna smithættu og stöðunnar í bænum þá hefur þeim viðburðum verið frestað. Vonandi getum við haldið þá í tengslum við Heilsuviku FVA í byrjun október. En... það er samt hægt að gera ýmislegt skemmtilegt í tengslum við Íþróttaviku Evrópu þó að við séum ekki að koma saman í stærri hópum.

Staðlota sjúkraliða á morgun fimmtudaginn 24. september verður í fjarkennslu. Allar upplýsingar á INNU og hjá kennurum. Dagskrá var send í tölvupósti til nemenda þann 15. september 2020.

Eftirfarandi skilaboð voru að berast frá HVE - Heislugæslunni Akranesi: Í dag mun hópur fólks sem var á Jaðarsbökkum þann 15.09 fá boð um skimun á 7. degi sóttkvíar. Sýnataka fer fram á sömu stöðum og landamæraskimun, þ.e. á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Sýnatakan fer ekki fram hér á Akranesi. 

Rétt í þessu var að ljúka fundi með ráðherra um viðbrögð við nýrri bylgju smita vegna COVID19. Ekki hefur verið lagt til að breyta núgildandi sóttvarnarreglum á landsvísu en í ljósi þess að smit er á sveimi á Skaganum og beðið þess að hægt sé að taka sýni úr nemendum FVA í sóttkví, telur skólameistari nauðsynlegt að gripið sé til aðgerða í eina viku, dagana 21.-25. september sem hér segir:

Um hádegi í dag fengu allir nemendur og starfsmenn skilaboð frá skrifstofu FVA vegna viðbragða við COVID-19 smiti sem kom upp í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum. Öll þau sem voru í ræktinni þriðjudaginn 15. september eiga að fara í sóttkví og eru beðin að láta vita strax af sér í s. 6915602 (Guðmunda) eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Eftirfarandi skilaboð voru birt á vef Akraneskaupstaðar rétt í þessu:

Please publish modules in offcanvas position.