Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Síðastliðinn föstudag 26. október lögðu nemendur í valáfanga í myndlist ásamt kennara sínum, Kolbrúnu Sigurðardóttur, upp í langferð til höfðborgarinnar til að skoða, fræðast og kynnast því helsta sem er að gerast í íslenskri myndlist í dag.

Í dag bauð heilsueflingarnefnd FVA nemendum upp á heilsufarsmælingar á sal skólans. Þangað mættu á svæðið hjúkrunarfræðingar sem mældu blóðþrýsting, blóðsykur, súrefnismettun og fleira. Einnig bauð næringarfræðingur upp á ráðgjöf og fræðsla var í boði um möguleika til hreyfingar hér á Akranesi.

Sú breyting hefur orðið á í stjórn femínistaklúbbsins Bríetar að Þórður Helgason, sem var kosinn formaður klúbbsins í vor, baðst undan störfum í upphafi haustannar. Á fyrsta fundi klúbbsins, sem haldinn var 6.  september, kusu félagsmenn því nýja formenn. Þær Hanna Louisa Guðnadóttir og Jófríður Ísdís Skaftadóttir hlutu einróma kosningu og eru því nýir formenn Bríetar.

Framundan eru mjög spennandi tímar en meðlimir Bríetar ætla m.a. að standa fyrir Femínistaviku vikuna 5.- 9. nóvember næstkomandi. Þar verður ýmislegt áhugavert og fræðandi í boði, fyrirlestrar, vitundarvakning og ýmsar uppákomur. Nemendur skólans eru hvattir til að kynna sér þau málefni sem femínistafélagið stendur fyrir og taka virkan þátt í starfi Bríetar í vetur.

Miðannarfrí verður fimmtudaginn 18. og  föstudaginn 19. október og er skrifstofa skólans lokuð þessa daga. Heimavistin lokar í dag klukkan 17 og opnar aftur á sunnudaginn klukkan 20.

Stór hópur nemenda er nú staddur í Berlín ásamt kennara sínum, Kristínu L. Kötterheinrich og Guðrúnu S. Guðmundsdóttur náms- og starfsráðgjafa en ferðin er hluti af hinum sívinsæla Berlínar-áfanga sem Kristín sér um. Hópurinn flaug út á sunnudag og er væntanlegur aftur heim á morgun fimmtudag.

Please publish modules in offcanvas position.