Upplýsingar um þjónustu skrifstofu, bókasafns, mötuneytis, heimavistar sem og tölvuþjónustu eru á vef skólans www.fva.is. Þar eru einnig upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá.

Starfsfólk, stjórn, nefndir og ráð

Upplýsingar um starfslið skólans, stjórn hans, nefndir og ráð eru á vef skólans www.fva.is (undir Skólinn á aðalvalmynd vefjarins).

Við yfirstjórn skólans starfa:

 • Skólameistari sem hefur yfirumsjón með starfsemi skólans.
 • Aðstoðarskólameistari sem er staðgengill skólameistara og honum til aðstoðar við daglega stjórn skólans og rekstur.
 • Áfangastjóri sem annast m.a. námsferilsskráningu, töflugerð, eftirlit með framkvæmd námsvals og úrvinnslu einkunna.
 • Fjármálastjóri sem sér um öll fjármál skólans og bókhald.

Auk yfirstjórnar eru átta kennarar ráðnir til að annast deildarstjórn, sem felur í sér umsjón með faglegu samstafi kennara sem kenna greinar í sama greinaflokki. Þessir greinaflokkar eru: Íslenska, saga, íþróttir og samfélagsgreinar; Málmiðngreinar; Rafiðngreinar; Raungreinar og heilbrigðisgreinar; Starfsbraut; Stærðfræði, tölvufræði og viðskiptagreinar; Tréiðngreinar og listgreinar; Tungumál.

Auk nefnda og verkefnastjóra sem eru skipaðar tímabundið vegna einstakra verkefna starfa að jafnaði við skólann:

 • Áfallateymi (sjá um áfallaáætlun í kafla 1.2).
 • Forvarnarfulltrúi.
 • Gæðaráð.
 • Jafnréttisfulltrúi.
 • Starfshópur um heilsueflingu.
 • Umsjónarmaður með félagslífi nemenda (í hlutastarfi með kennslu).
 • Verkefnastjóra afreksíþróttasviðs
 • Verkefnastjóri umhverfismála.
 • Öryggisnefnd (sjá um öryggisáætlun í kafla 1.2).

Please publish modules in offcanvas position.