Persónuverndarfulltrúi FVA tekur á móti hvaðeina erindum er varða persónuupplýsingar og meðferð þeirra. Hann er til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar, hlutast til um þjálfun starfsfólks og framkvæmir úttektir. Hann er tengiliður við Persónuvernd og vinnur með henni.

Persónuverndarfulltrúi FVA er Sigríður Hrefna Jónsdóttir. Hægt er að hafa samband við hana í síma 431-2507 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þá er hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúa til FVA, Vogabraut 5, 300 Akranes.

Leitast er við að bregðast við öllum fyrirspurnum innan mánaðar frá viðtöku þeirra. Sé um að ræða umfangsmikla eða flókna beiðni mun FVA upplýsa um að ekki verði brugðist við beiðni innan framangreindra tímamarka. Ætíð skal leitast við að svara innan þriggja mánaða frá viðtöku á beiðni.

Please publish modules in offcanvas position.