Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir frá janúar 2020 til desember 2021

Björg Bjarnadóttir thumb Hörður Hallgrímsson IMG 0859 LeoRagnarsson thumb IMG 0855 Kristinn thumb
Öryggistrúnaðarmaður
Björg Bjarnadóttir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Öryggistrúnaðarmaður 
Hörður Hallgrímsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Öryggisvörður
Leó Ragnarsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Öryggisvörður
Kristinn H. Guðbrandsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Öryggistrúnaðarmenn
- Eru kosnir af starfsmönnum (undirbúið og framkvæmt af félagslegum trúnaðarmönnum), að jafnaði til tveggja ára í senn og eru þeir jafnframt vinnuverndarfulltrúar. Þeir sinna vinnuvernd í samvinnu við öryggisverði.

 

Öryggisverðir
- Eru skipaðir af atvinnurekanda, að jafnaði til tveggja ára í senn, og eru þeir jafnframt vinnuverndarfulltrúar. Þeir sinna vinnuvernd í samvinnu við öryggistrúnaðarmenn.

 

Öryggisnefnd
- Samanstendur af öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum sem fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við vinnuverndarlög nr. 46/1980. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári og tekur til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

Hlutverk og verkefni öryggisnefndar er skýrt í reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, einkum í IV. og V. kafla. Helstu verkefni:

  • Fylgjast með því að tækjabúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsfólks í hættu og að öryggisbúnaður sé til staðar og í góðu ástandi.
  • Taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum og koma með tillögur að úrbótum.
  • Koma að gerð áætlana er varða vá og taka þátt í gerð “áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað” (áhættumat starfa) og fylgjast með hvernig henni er framfylgt.
  • Eiga frumkvæði að fræðslustarfi eins og t.d. skyndihjálparnámskeiðum.
  • Gæta að því að ekki viðgangist ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi á vinnustaðnum.
  • Fylgjast með því að skráningu slysa sé sinnt.

Please publish modules in offcanvas position.