Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi, kt. 681178-0239, hér eftir nefnt FVA eða skólinn, er til húsa að
Vogabraut 5, 300 Akranesi. Símanúmer skólans er 433 2500 og netfang er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

FVA leggur áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem skólinn vinnur með og
kappkostar að öll vinna með persónuupplýsingar innan skólans fari fram í samræmi við ákvæði laga nr.
90/2018 sem tóku gildi þann 15. júlí 2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

FVA hefur mótað persónuverndarstefnu sem hefur að markmiði að auðvelda þeim sem hana lesa að átta sig á hvaða upplýsingum skólinn safnar um einstaklinga, í hvaða tilgangi og hvað gert er við þær. Einnig er lýst rétti einstaklings varðandi persónuupplýsingar og skýrt hvert hann getur leitað ef hann óskar eftir upplýsingum eða þykir á sér brotið.

FVA leitast ávallt við að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem skólinn vinnur með hverju sinni og kann persónuverndarstefna skólans því að taka breytingum í kjölfar reglubundins eftirlits og úttekta. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu uppfærðrar stefnu á vefsíðu skólans, fva.is


Persónuverndarstefna FVA tekur á eftirfarandi atriðum:
Hvað eru persónuupplýsingar?
Tilgangur með skráningu persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar og vinnsla (meðferð) þeirra
Um hverja safnar FVA persónuupplýsingum?
Hvaða persónuupplýsingar skráir FVA eða geymir?
Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?
Afhending upplýsinga til þriðja aðila
Hver er þinn réttur varðandi upplýsingar um þig? - Eyðublað
Persónuverndarfulltrúi - tengiliður
Eftirlit

Annað:
Öryggismyndavélar í FVA

Please publish modules in offcanvas position.