Fjögurra manna öryggisnefnd starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46 frá 1980 þar sem segir í 6. grein:

Í fyrirtækjum, þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri, skal stofna öryggisnefnd. Starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo fulltrúa og atvinnurekandi tilnefnir tvo fulltrúa. Þessi nefnd skal skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því, að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.

Hlutverk nefndarinnar er skilgreint nánar í reglugerð nr. 920 frá 2006 sem krækt er í hér að neðan.

Í öryggisnefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands eru:

  • Sigurgeir Sveinsson, öryggisvörður tilnefndur af skólameistara.
  • Kristbjörn H. Björnsson, öryggistrúnaðarmaður kjörinn af starfsmönnum
  • Pétur Óðinsson formaður, öryggisvörður tilnefndur af skólameistara.
  • Hugrún Vilhjálmsdóttir, öryggistrúnaðarmaður kjörinn af starfsmönnum.

Please publish modules in offcanvas position.