Skólanefnd: Samkvæmt lögum um framhaldsskóla (nr. 92 frá 2008) skal menntamálaráðherra skipa fimm manna skólanefnd. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af sveitarstjórnum og þrír skulu skipaðir án tilnefningar. Áheyrnarfulltrúar í skólanefnd eru þrír, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi og einn af foreldraráði. Skólameistari og aðstoðarskólameistari sitja fundi skólanefndar.
   Frá 12. júní 2018 er skólanefnd skipuð til fjögurra ára sem hér segir:
 - Aðalmenn án tilnefningar eru: Ellert Jón Björnsson, Helga Kristín Björgólfsdóttir og Viktor Elvar Viktorsson.
 - Aðalmenn tilnefndir af fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir hönd sveitarfélaga eru: Ingþór Bergmann Þórhallsson og Þórdís Þórisdóttir. 
- Varamenn án tilnefningar eru: Hjördís Garðarsdóttir, Maren Rós Steindórsdóttir og Guðmundur Reynir Georgsson.
- Varamenn tilnefndir af fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir hönd sveitarfélaga eru: Hjördís Hjartardóttir og Sigurður Bjarni Gilbertsson.
  Áheyrnafulltrúi kennara sem kjörinn var á kennarafundi 7. september 2018 er Gyða Bentsdóttir. Varamaður Gyðu, einnig kjörin 7. september 2018, er Dröfn Guðmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi nemenda er Björgvin Þór Þórarinsson. Áheyrnarfulltrúi foreldraráðs er Úrsúla Ragna Ásgrímsdóttir.

Fulltrúaráð: Fulltrúaráð skal vera skólanefnd til ráðuneytis um þjónustu skólans á Vesturlandi og vera tengiliður á milli skólanefndar og sveitarfélaga sem eiga aðild að skólanum.Fulltrúaráð Fjölbrautaskólans skal skipað 12 fulltrúum og 12 til vara. Kjörtímabil fulltrúa sveitarfélaga í fulltrúaráði er fjögur ár og fylgir kjörtímabili sveitarstjórna. Skipting fulltrúa eftir sveitarfélögum er sem hér segir: Akranes 5 fulltrúar og 5 til vara; Borgarbyggð 2 fulltrúar og 2 til vara; Dalabyggð 1 fulltrúi og 1 til vara; Eyja- og Miklaholtshreppur 1 fulltrúi og 1 til vara; Hvalfjarðarsveit 2 fulltrúi og 2 til vara; Skorradalshreppur 1 fulltrúi og 1 til vara.
   Fulltrúaráð skipa Þórdís Þórisdóttir (Hvalfjarðarsveit), Alma Dögg Sigurvinsdóttir (Akranes), Carl Jóhann Granz (Akranes), Ástríður Guðmundsdóttir (Skorradalshreppur), Einar Jón Geirsson (Dalabyggð), Margrét Helga Ísaksen (Akranes), Guðmundur Freyr Kristbergsson (Borgarbyggð), Sigurbjörg Kristmundsdóttir (Borgarbyggð), Ólöf Linda Ólafsdóttir (Akranes), Uchechukwu Michael Eze (Akranes), Helga Harðardóttir (Hvalfjarðarsveit).
   Bjarnveig Ingvarsdóttir er áheyrnarfulltrúi kennara í fulltrúaráði skólans og Þröstur Þór Ólafsson er til vara.

Skólameistari er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Skólameistari hefur yfirumsjón með starfsemi skólans, húsum hans og munum og rekstri öllum. Hann ber ábyrgð á að öll starfsemi hans sé í samræmi við lög, reglugerðir og námskrár á hverjum tíma.

Áfangastjóri er Jónína Halla Víglundsdóttir.  Áfangastjóri hefur umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann. Sér um skráningu upplýsinga um nemendur er innritast í skólann, mat á námi frá öðrum skólum, færslu námsferilsskrár og miðlun slíkra upplýsinga til kennara og skólastjórnenda.

Aðstoðarskólameistari er Þorbjörg Ragnarsdóttir. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og honum til aðstoðar við daglega stjórn skólans og rekstur.

Fjármálastjóri er Guðrún Lind Gísladóttir. Fjármálastjóri sér um öll fjármál skólans og bókhald. Fjármálastjóri hefur m.a. yfirumsjón með innheimtu þeirra gjalda er nemendum ber að greiða, s.s. innritunargjalda og húsaleigu á heimavist.

Deildarstjórar: Deildarstjórar hafa umsjón með kennslu, námsefni og námskröfum í þeim greinum sem falla undir deildarstjórn hvers og eins. Til þeirra skulu nemendur leita vegna almennra upplýsinga og vandamála er snerta nám í greinum þeirra. Þeir sjá um námsmat úr öðrum skólum ásamt áfangastjóra og aðstoðarskólameistara.

Deildarstjórar eru:
Arndís Halla Guðmundsdóttir - Starfsbraut
Böðvar Eggertsson - Málmiðngreinar
Eiríkur Guðmundsson - Rafiðngreinar
Garðar Nordahl - Stærðfræði, tölvufræði, viðskiptagreinar
Helena Ólafsdóttir - Samfélagsgreinar og íþróttir
Kristinn Guðbrandsson - Tréiðngreinar
Kristín L. Kötterheinrich  - Tungumál
Rán Höskuldsdóttir - Íslenska, saga
Steingrímur Benediktsson - Raungreinar, heilbrigðisgreinar

Skólaráð: Skólaráð skipa tveir kjörnir fulltrúar nemenda, tveir kjörnir fulltrúar kennara, skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Ef ástæða þykir til situr námsráðgjafi fundi skólaráðs sem áheyrandi með málfrelsi og tillögurétt. Skólaráð er samstarfsvettvangur stjórnenda, kennara og nemenda og skal fjalla um innri málefni skólans sem ekki eru sérstaklega falin skólameistara einum eða almennum kennarafundi. Skólaráð fjallar m.a. um brot nemenda á skólareglum og um undanþágur frá skólasóknarreglum, auk þess sem það fjallar um ýmis málefni nemenda sem þeir sækja til skólayfirvalda. Sá sem leggur erindi fyrir skólaráð skal vitja um afgreiðslu þess. Skólaráð starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla og reglugerð frá menntamálaráðuneytinu.
Fulltrúar kennara í skólaráði eru Finnbogi Rögnvaldsson og Kristbjörn Helgi Björnsson. Varamaður er Kristín Edda Búadóttir.  Fulltrúar nemenda í skólaráði eru Björgvin Þór Þórarinsson og Eyrún Sigþórsdóttir.

Please publish modules in offcanvas position.