FVA skráir og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um framangreinda hópa, en þó eingöngu
upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi með hliðsjón af tilgangi hverju sinni. Þannig
er umfangsmeiri upplýsingum t.d. safnað um nemendur og starfsfólk skólans heldur en aðra.
Upplýsingarnar geta bæði verið á pappír eða rafrænar. Sérstök aðgát er höfð um söfnun og
meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga, s.s. um heilsufar, trúarbrögð og þjóðernislegan
uppruna.

Utanumhald um persónuupplýsingar:
FVA er í samstarfi við Advania sem hýsir INNU í öruggu og vottuðu umhverfi hjá Advania, sjá
persónuverndarstefnu Advania. INNA veitir skólum og nemendum lausn í tengslum við nám og
skólarekstur. Aðgangi að INNU er aðgangsstýrt og aðgangsheimild bundin við þá einstaklinga
sem þurfa aðgang að upplýsingum um nemendur, s.s. skólameistari, kennarar, náms- og
starfsráðgjafar og þjónustuaðilar við nemendur, t.d. mötuneyti.

FVA er ríkisstofnun og nýtir því Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins til utanumhalds en
Advania sér um rekstur kerfisins fyrir Fjársýslu ríkisins (FJS). Allir kerfishlutar eru aðgangsstýrðir
í öruggu og vottuðu umhverfi.

Dæmi um persónuupplýsingar um
nemendur sem FVA skráir eða notar 
Dæmi um persónuupplýsingar um
starfsfólk sem FVA skráir eða notar
 • Nafn og kennitala
 • Heimilisfang
 • Netfang
 • Símanúmer
 • Nafn forráðamanna
 • Netfang forráðamanna
 • Símanúmer forráðamanna
 • Mætingar
 • Verkefnaskil
 • Einkunnir
 • Upplýsingar um sérþarfir
  (veittar af nemanda sjálfum eða forráðamanni)
 • Nafn og kennitala
 • Heimilisfang
 • Netfang
 • Símanúmer
 • Launareikningur


Please publish modules in offcanvas position.