FVA er afhendingarskyldur aðili til Þjóðskjalasafns skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og geymir því öll gögn fram að skilum til Þjóðskjalasafns í samræmi við settar reglur þar um.

Öll notkun og meðferð persónuupplýsinga, s.s. söfnun þeirra, skráning, geymsla og eyðing telst vinnsla, sbr. 4 tl. 3. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018.

FVA leggur áherslu á að ekki sé gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga en þörf krefur, til að ná því markmiði sem stefnt er að með vinnslunni. Í vinnsluskrá kemur fram á hvaða heimildum vinnslan er framkvæmd. FVA gerir sitt ýtrasta til að tryggja að gætilega sé farið með persónuupplýsingar og meðferð þeirra ávallt samkvæmt lögum og reglum. Eftirfarandi grundvallarreglur ráða því hvernig þínar persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar hjá FVA:

  • Þær skulu vera löglegar, sanngjarnar og réttar
  • Tryggðar gegn óheimilum breytingum og meðhöndlaðar af trúnaði
  • Skráðar í sérstökum og skýrum tilgangi og ekki notaðar síðar í öðrum óskyldum tilgangi
  • Vistaðar eins lengi og þörf er á eða lög kveða á um
  • Vera uppfærðar og aðgengilegar
  • Aðeins notaðar í upprunalegum tilgangi og ekki afhentar öðrum nema að beiðni viðkomandi og með ótvíræðu samþykki hans eða að skólinn beri lagalega skyldu til þess

 

Please publish modules in offcanvas position.