Fjölbrautaskólinn á Akranesi tók til starfa 12. september 1977. Stofnun skólans markaði tímamót í skólamálum á Vesturlandi. Hinn nýi skóli tók við húsnæði og hlutverki Gagnfræðaskólans og Iðnskólans á Akranesi. Fljótlega eftir stofnun skólans hófst samstarf um rekstur framhaldsdeilda milli hans og grunnskóla á Vesturlandi. Einnig tók Héraðsskólinn í Reykholti þátt í þessu samstarfi.
Árið 1987 var sú breyting gerð að úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi og framhaldsdeildum grunnskólanna var stofnaður nýr skóli, Fjölbrautaskóli Vesturlands. Þann 6. febrúar 1987 gerðu 32 sveitarfélög á Vesturlandi og menntamálaráðuneytið samning um að reka öflugan framhaldsskóla og bæta þannig aðstöðu Vestlendinga til að afla sér menntunar.
Þessi fimmtánda útgáfa skólanámskrár er gerð er í samræmi við Aðalnámskrá frá 2011. Útgáfur 1 til 13 fylgdu aðalnámskrá frá 1999/2004. Fyrir aldamót giltu námsvísar sem skólinn gaf út í samráði við aðra fjölbrautaskóla. Sá fyrsti kom út árið 1978 í samvinnu Flensborgarskólans, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskólans á Akranesi.

-----------

Ný skólanámskrá tekur gildi 1. ágúst næstkomandi og er hún aðgengileg í PDFskrá hér að neðan.

 

 

Please publish modules in offcanvas position.