Reglur þessar eru settar til að tryggja vistarbúum heimilisfrið.

 1. Skólameistari fer með stjórn heimavistar og vistarstjórar í umboði hans.
 2. Allir gestir eiga að vera komnir út úr húsinu klukkan 23 nema á föstudags- og laugardagskvöldum þegar þeim er heimilt að dvelja til klukkan 01. Þá skal jafnframt vera komin á kyrrð í húsinu. Komi vistarbúar seinna heim en hér greinir skulu þeir hverfa hljóðlega til herbergja sinna.
 3. Vistarbúum er óheimilt að dvelja utan vistar á tímanum klukkan 24 til 07 virka daga og klukkan 02 til 07 föstudags- og laugardagskvöld nema með leyfi vistarstjóra.
 4. Ef vistarbúar óska eftir að fara burt um helgi eða yfir nótt skal fá til þess samþykki vistarstjóra og jafnframt gefa upp verustað og áætlaðan komutíma.
 5. Vistarbúar bera ábyrgð á gestum sínum. Reglur þessar gilda einnig fyrir gesti vistarbúa.
 6. Vistarbúar, eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri, eru fjárhagslega ábyrgir fyrir skemmdum sem þeir eða gestir þeirra valda á húsnæði eða munum heimavistar.
 7. Nemendur skulu sjálfir sjá um þrif á herbergjum sínum og sameiginlegum vistarverum og tiltekt á lóð heimavistar eftir nánari ákvörðun hverju sinni.
 8. Nemendur skulu jafnan forðast að valda ónæði og spilla vinnufriði. Klukkan 18 til 20 virka daga er lestími á vistinni. Þá skulu nemendur varast sérstaklega að gera nokkuð sem truflar heimanámið og hafa umgang í lágmarki.
 9. Notkun og geymsla áfengis og hvers kyns vímugjafa er stranglega bönnuð á heimavistinni, á lóð heimavistar og annars staðar í skólanum. Þurfi að hafa afskipti af vistarbúa vegna neyslu hans á áfengi eða öðrum vímugjöfum verður hann að víkja af vistinni tafarlaust.
 10. Vistarstjóri annast daglegt eftirlit með umgengni, aga og reglu í samráði við skólameistara og hefur rétt til inngöngu í herbergi. Ef grunur vaknar um geymslu á áfengi eða ólöglegum vímuefnum hafa vistarstjóri og skólameistari rétt til að rannsaka skápa og hirslur, að viðstöddum íbúum herbergisins.
 11. Nemendur á heimavist skulu stunda nám sitt af alúð og kostgæfni. Vistarbúi skal ljúka a.m.k. 20 námseiningum á önn (12 gamlar einingar), eða ljúka 24 kennslustunda námi með fullnægjandi árangri, til að öðlast rétt á heimavistarplássi á næstu önn. Ef skólasóknareinkunn vistarbúa er lægri en 7 á hann á hættu að missa pláss sitt á vistinni á næstu önn.
 12. Reykingar og önnur tóbaksnotkun, þ.m.t. rafrettur, eru bannaðar á heimavistinni og á lóð hennar.
 13. Þurfi skólameistari eða skólaráð að áminna vistarbúa þrisvar sinnum vegna brota á reglum þessum (öðrum en reglu 9) þarf hann að víkja af vistinni.

Please publish modules in offcanvas position.