Hér fyrir neðan eru krækjur í eftirtalda samninga um Fjölbrautaskóla Vesturlands

  • Skólasamningur við menntamálaráðherra fyrir árin 2013 og 2014 undirritaður 13. febrúar 2013. Í Lögum um framhaldsskóla (nr. 92 frá 2008) eru ákvæði um skólasamninga þar sem segir í 44. grein: „Í samningum milli ráðherra og einstakra framhaldsskóla, sem gerðir eru til 3–5 ára í senn, skulu koma fram helstu áherslur í starfsemi skólans, námskrár, námsframboð, kennslufyrirkomulag, mat og eftirlit með gæðum og annað sem æskilegt er talið af hálfu samningsaðila.“ Með samningnum er eldri skólasamningur uppfærður og endurnýjaður. Að ósk ráðuneytisins var samið til tveggja ára að þessu sinni þó lögin geri ráð fyrir þriggja til fimm ára gildistíma.
      
  • Samningur sex sveitarfélaga og menntamálaráðherra um skólann undirritaður 23. maí 2011. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur. Með samningnum var eldri samningur sömu aðila endurnýjaður og framlengdur. Fyrsti samningur sveitarfélaganna um skólann tók gildi 6. febrúar 1987 þegar skólinn fékk nafnið Fjölbrautaskóli Vesturlands. Áður hét hann Fjölbrautaskólinn á Akranesi. Upphaflega áttu 32 sveitarfélög á Vesturlandi aðild að samningnum. Síðan hafa sveitarfélög á Snæfellsnesi önnur en Eyja- og Miklaholtshreppur hætt aðild að samningi um skólan og öðrum sveitarfélögum fækkað þar sem tvö eða fleiri hafa sameinast.

 

Please publish modules in offcanvas position.