Við í Fjölbrautaskóla Vesturlands leggjum kapp á að aðstoða alla nemendur við að ná árangri í námi. Þeir nemendur sem eru með sértæka námerfiðleika eru beðnir um að koma við hjá náms- og starfsráðgjafa okkar til þess að hann geti veitt sem besta þjónustu.

Tekið er við umsóknum um sérúrræði í lokaprófum á hverri önn; í nóvember vegna haustannar og í mars/apríl vegna vorannar.

Nemendur sækja um sérrúrræði inná INNU. Eingöngu nemendur með sértæka námserfiðleika geta sótt um sérúrræði.

Sérúrræði í boði eru þessi:

  • upplestur á prófi,
  • próf á lituðum pappír,
  • stækkuð próf (stærra letur, lengra línubil),
  • önnur leturgerð,
  • fámenn stofa,
  • sérstofa,
  • ritari
  • próftaka á tölvu
  • EKKI þarf að sækja um lengdan próftíma. Það fá allir lengdan próftíma.

Ef nemandi telur sig þurfa önnur sérúrræði en talin eru upp hér að ofan, þarf að sækja um þau hjá náms- og starfsráðgjafa. Er það gert í samvinnu við kennara.

Náms- og starfsráðgjafi fer yfir allar umsóknir. Því þarf greining að liggja fyrir hjá honum til þess að fá samþykkt sérúrræði.

Tilkynning um afgreiðslu umsóknar berst nemendum í INNU og tölvupósti.

 

Hafi náms- og starfsráðgjafi ekki greiningu frá nemanda sem sótti um sérúrræði eða að nemandinn telur sig eiga að fá sérúrræði af öðrum ástæðum þarf hann að sækja um slíkt hjá náms- og starfsráðgjafa.

Telji nemendur sig þurfa að nýta sérúrræði í öðrum prófum á önninni er það gert í samvinnu við kennara og náms- og starfsráðgjafa.

Úrræði í prófum eiga þó fyrst og fremst við lokapróf. Ekki er hægt að tryggja að nemendur fái lengri próftíma í hlutaprófum þar sem þau fara oft fram í kennslustund.

Please publish modules in offcanvas position.