Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Hann liðsinnir nemendur í málum sem snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn sinna mála.

Náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Vesturlands eru:

Guðrún S. Guðmundsdóttir | Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | Sími 433-2519
Ólöf H. Samúelsdóttir | Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa felst meðal annars í:
• ráðgjöf um árangursrík vinnubrögð í námi,
• ráðgjöf um prófundirbúning og prófkvíða,
• að veita upplýsingar um nám og störf,
• að veita ráðgjöf vegna náms- og starfsval,
• að veita aðstoð við gerð námsáætlunar,
• að veita ráðgjöf vegna námserfiðleika,
• persónulegri ráðgjöf,
• veita nemendum stuðning og aðhald,
• samstarfi við foreldra/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára,
• liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda,
• fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf,
• að vera tilvísunaraðili á aðra fagaðila.

  

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans til boða.

 

Please publish modules in offcanvas position.