Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

 

when i grow up

 

Náms- og starfsráðgjöf FVA býður nemendum skólans að taka Bendil áhugasviðskönnun.

Áhugasviðskönnun gefur einstaklingum upplýsingar um áhuga þeirra en ekki hæfileika eða getu.

Þetta er verkfæri til að auðvelda einstaklingum val á námi, námsleiðum og/eða starfi. Könnunin er leiðarvísir til að auðvelda leitina að réttri lífsleið en hefur ekki endanlegt svar.

Nemendur geta tekið áhugasviðskönnunina rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa skólans og koma niðurstöður hennar strax fram í myndrænu formi.

Panta þarf könnunina með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Könnunin kostar 3700 kr.
Greiða þarf fyrir hana  á skrifstofu skólans og afhenda náms- og starfsráðgjafa kvittun.

Please publish modules in offcanvas position.