Nem­endum skal gert ljóst í upphafi áfanga hvernig námsmati verður hagað.

Aðferðir við námsmat eru ekki eins í öllum áföngum. Í kennsluáætlun áfanga, sem nemendur fá í upphafi annar, er gerð grein fyrir hvernig árangur þeirra verður metinn og vægi einstakra þátta í námsmati.

Vægi einstakra þátta námsefnis í námsmati skal að jafnaði vera í samræmi við vægi þeirra í kennslu í viðkom­andi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.

Lokaeinkunn er gefin í heilum tölum frá 1 til 10. Einkunnin 0 er ekki til. Heimilt er að nota annars konar einkunnir fyrir verkefni, t.d. umsagnir eða bókstafi.

Einkunnin   1 táknar að   0% til   14% námsmarkmiða sé náð
Einkunnin   2 táknar að 15% til   24% námsmarkmiða sé náð
Einkunnin   3 táknar að 25% til   34% námsmarkmiða sé náð
...
Einkunnin   9 táknar að 85% til   94% námsmarkmiða sé náð
Einkunnin 10 táknar að 95% til 100% námsmarkmiða sé náð

Til að standast áfanga má einkunn ekki vera lægri en 5, þ.e. nemandi þarf að ná a.m.k. 45% námsmarkmiða.

Falli nemandi á lokaprófi sem vegur a.m.k. 40%  geta verkefni ekki hækkað einkunn hans upp fyrir 4.

Nemendur geta líka fallið vegna lágrar einkunnar fyrir verkefni þótt þeir nái prófi.

Please publish modules in offcanvas position.