Hlutverk dyslexíuráðgjafa er að veita nemendum með lestrarörðugleika/sértæka námserfiðleika persónulegan og faglegan stuðning.

Dyslexíuráðgjafi Fjölbrautaskóla Vesturlands er Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir. Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmer 433-2519.

Skrifstofa dyslexíráðgjafa er á 1. hæð í B-álmu.

Hlutverk dyslexíuráðgjafa felst meðal annars í:

· einstaklingsráðgjöf,

· að efla sjálfsmynd nemenda,

· að upplýsa nemendur um stuðning sem er í boði,

· fræðslu og þjálfun í námstækni,

· að aðstoða nemendur við að komast í greiningu vegna lestrarvanda,

· fræðslu og þjálfun í stuðningstækni, s.s.

o leiðréttingarforrit,

o vefsíður,

o hugbúnaður,

o hljóðdiskar,

o talgervlar.

· fræðslu og ráðgjöf til kennara,

· samstarfi við foreldra/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára,

· að vinna að hagsmunamálum nemenda með dyslexíu.

 

Stefnt er að því að kanna lestrarhæfni nemenda með hópprófi frá og með næstu önn.

Þjónusta dyslexíuráðgjafa stendur öllum nemendum skólans sem eru með sértæka námsörðugleika til boða.

Please publish modules in offcanvas position.