Kynning á valáföngum fyrir haustönn 2017

 

BÓKF1IN05

Kennd eru grunnatriði í bókfærslu.Þekking á bókfærslu er mikilvægur undirbúningur fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám í viðskiptafræði, lögfræði og fleiri greinar á háskólastigi.Einnig kemur kunnátta í bókfærslu að góðum notum ef nemendur ætla að sækja um vinnu í verslunum, skrifstofum eða annarri þjónustu

BÓKF2BÓ05 Bókfærsla, framhald

Kunnátta nemenda á bókhaldi er dýpkuð með flóknari færslum og kynningu á nýjum reikningum. Byrjað verður að fara í tolla og síðan í launabókhald. Sérstök áhersla er lögð á meðhöndlun verðtryggðra skuldabréfa, erlendra lána, hlutabréfa og hlutafjár í bókhaldi. Innflutningur vöru í gegnum töllvörugeymslu og óbeinar afskriftir á varanlegum eignum er tekinn fyrir. Kennt verður á tölvubókhald í síðasta hluta námskeiðsins.

EFNA3LR05

Áfanginn er skilgreindur sem undirbúningur undir frekara nám í lífrænni efnafræði og lífefnafræði, s.s. nám í heilbrigðisgreinum, og til að gefa nokkra yfirsýn yfir efnið fyrir þá sem ekki hyggja á framhaldsnám tengt þessum greinum. Í áfanganum eru sérkenni lífrænna efna skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Komið er inn á lífefnafræði með því að skoða þrjá meginflokka lífefna, sykrur, prótein og fituefni. Verklegar æfingar eru hluti af náminu. Fróðlegur og skemmtilegur áfangi.

ENSK3BK05

Aðalumfjöllunarefni áfangans eru kvikmyndir og samanburður tveggja miðla, kvikmynda og skáldsagna.

Lesnar verða ein til tvær skáldsögur ásamt smásögum og/eða nóvellum.Farið í kvikmyndasögu og grunnhugtök í kvikmyndafræði eru kynnt. Áfanginn er símatsáfangi og áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgð nemandans á náminu, viðveru í kennslustundum og verkefnavinnu

EVRÓ2BE05

Við kynnum okkur sögu Berlínar, merkilegustu staðina í Berlín og annað sem vert era ð skoða og gera í þessari mögnuðu borg. Svo leggjum við land undir fót og förumtil Berlínar í fjóra daga. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni fyrir ferðina, í ferðinni og eftir að heim er komið

FÉLA2KR05

Félagsfræði 200 er áfangi í beinu framhaldi af félagsfræði 100. Má segja að hann fari dýpra í margt það sem Félagsfræði 100 fjallar um, ásamt því að bæta ýmsu við. Til kennslu er bókin „Kenningar og samfélag“ eftir Garðar Gíslason. Tekur hún á mörgum þeim þáttum sem skipta máli til skilnings á virkni (sem og vanvirkni) samfélagsins, svo sem samskiptum manna, kynhlutverkum, femínisma, stéttabaráttu, frávikum og afbrotum, og mörgu fleira. Í áfanganum vinna nemendur ýmiss verkefni, taka þátt í umræðum, sem og halda fyrirlestra

HAGF2GR05

Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Fjallað er um grunnatriði hagfræðinnar og skilgreiningar á mismunandi skipulagsheildum. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir fyrirtæki sem skipulagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki.

ÍSLE3N05

Skemmtileg saga með spennandi persónum. Brennu-Njáls saga er af mörgum talin besta Íslendingasagan og er örugglega sú vinsælasta. Sagan verður lesin og skrafað og skrifað um efni hennar, m.a. með hliðsjón af riddarasögum. Auk þess verður horft á bíómyndir sem tengja má við efni sögunnar. Ekki verður um lokapróf að ræða heldur verða próf, verkefni og mæting á önninni metin til lokaeinkunnar.

ÍSLE2SÁ05

Náttúruupplifun og skapandi skrif. Farið verður í gönguferðir um Akranes og næsta nágrenni undir leiðsögn staðkunnugra. Nemendur upplifa af eigin raun náið samband við náttúru og sögu svæðisins. Náttúruperlur og sögustaðir eru hér fleiri en marga grunar. Áfanginn hentar þeim sem finnst gaman að skrifa frá eigin brjósti. Ekkert lokapróf, einkunn gefin fyrir virkni í gönguferðum og verkefnavinnu.

ÍÞRÓ3ÚF02 – Fjallgöngur og útivera

Farið í nokkrar göngur á önninni, nemendur læra að búa sig rétt.

ÍÞRÓ1HJ01 – Virkur ferðamáti

Hjólum eða göngum í skólann og fáum einingu fyrir

ÍÞRÓ1BA01 - Badminton

LÍFF2DÝ05

Í áfanganum er fjallað um þróun og flokkun dýra, búsvæði, einkenni og hegðun þeirra sem og samskipti sem og áhrif manna á dýralífið á jörðinni. Fjallað verður um helstu hópa hryggdýra og stiklað á stóru umhryggleysingja. Áfanginn byggir töluvert á dýralífsmyndum.

LíOL2SS05

Markmið er að nemendur hafi yfirlit yfir byggingu mannslíkamans og grundvallarskilning á starfsemi hans. Fjallað verður um nokkur líffærakerfi og samspili þeirra í viðhaldi og samvægi (homeostasis) í líkamanum. Gagnlegur og góður áfangi ef þú vilt fræðast um starfsemi líkamanns. Húð, bein, vöðvar, innkirtlar (hormón) og taugakerfi

NÆR1GR05

Markmið áfangans er að nemendur fái grunnþekkingu í næringarfræði og læri um áhrif næringarefna á líkamann og mikilvægi góðrar næringar. En markmiðið er ekki síður að nemendur séu færir um að meta þær upplýsingar um næringu og heilsu sem eru á markaðnum í dag og læri að afla sér áreiðanlegra upplýsinga. Auk grunnfræðslu um t.d. orkuefnin, vítamín, steinefni og ráðleggingar um mataræði fara viðfangsefni að hluta til eftir áhugasviði nemenda. Viðfangsefni geta t.d. verið sætuefni, sykur, próteinduft, fæðubótarefni, áfengi, kaloríur, offita, átröskun, koffein, lífrænt ræktað, heilsurækt, útlit og tíska

SÁLF2IS05

Kynning á fjölbreyttum viðfangsefnum sálfræðinnar, sögu hennar og rannsóknar-aðferðum. Áhersla er á ástundun vísindalegra vinnubragða einkum með því að gera stuttar tilraunir og skrifa skýrslur um þær.  Farið er nánar bæði í minni og nám. Nemendur læra minnistækni og námstækni sem nýtist strax í námi. Einnig kynna þeir sér vel tengslanám (skilyrðingar) sem er oft hagnýtt að kunna. Auk þessa eru smá innslög til að fræða um geðheilbrigði, geðraskanir, meðferð, skynjun, bætt samskipti eða annað eftir áhuga kennara og nemenda.

SKÁK1SB05

Í áfanganum eru kenndar skákreglur, byrjanir, miðtöfl og endatöfl. Farið er yfir skákir, þær skoðaðar og skýrðar. Nemendur æfa sig í að tefla og halda skákmót.

STÆR3ÁT05. Tölfræði, ályktunartölfræði

Unnið er með lýsandi- og ályktunartölfræði, svo sem töluleg gögn og myndræna framsetningu, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu. Normaldreifing, t-dreifing og kí-kvaðrat. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og lausnir verkefna með aðstoð vasareikna og reikniforrita.

STÆR3SS05

Fjallað er um náttúrulegar tölur, mengi, rökfræði, talningarfræði, reiknirit og talnafræði. Allt efni áfangans er undirstaða undir tölvunarfræði sem og aðra stærðfræði. Nemendur skili a.m.k. einu samvinnuverkefni eða stuttri ritgerð auk dæmareiknings.

STÆR3ÞR05

Kynning á línulegri algebru og fylkjareikningi. Fjallað er um jöfnur og ójöfnur með tveim breytum, jöfnur sem leysa má með reiknitækjum. Ójöfnuhneppi og fylki.Gauss-Jordan lausnaraðferð. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat.

TÖLF1TF05

Kennd verða undirstöðuatriði í hlutbundinni forritun, farið verður í forritunarmálið Java

UPPE3PE05

Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í og kynnist ýmsum þeim erfiðleikum sem unglingar glíma svið, t.d. kvíða. Hugsanlegar orsakir og afleiðingar ásamt forvörnum. Sömuleiðis eiga nemendur að fá þjálfun í að afla sér heimilda og vinna sjálfstætt að upplýsingaöflun og flutningi efnis.

 

 

 

 

Please publish modules in offcanvas position.