GLEÐILEGA PÁSKA
GLEÐILEGA PÁSKA
Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 24. apríl
GLEÐILEGA PÁSKA
GLEÐILEGA PÁSKA
Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 24. apríl

Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Verktækni grunnnáms

VGR 102
Í þessum áfanga er lögð áhersla á kennslu í undirstöðuþáttum í vinnu rafiðnaðarmanna. Nemendur kynnast reglum er lúta að öryggi og vinnuvernd og þeim reglugerðarákvæðum sem tengjast verkefnum áfangans. Lögð er áhersla á kennslu í efnis-, áhalda- og tækjafræði, verktækni og umgengni um kennslubúnað og efnislager. Nemendur læra að lóða með lóðbolta og beita helstu hand- og rafmagnsverkfærum sem notuð eru í rafiðnaði. Nemendur læra að nota rennimál, míkrómæli og að smíða einfaldan búnað úr málm- og plastefnum innan ákveðinna málvika. Einnig smíða nemendur einfaldar rafeindarásir og læra að beita mælitækjum svo sem hliðrænum og stafrænum mælum eftir því sem tilefni gefst til. Þá fer fram kynning á starfsvettvangi rafiðnaðarmanna og félagasamtökum þeirra. Mikilvægt er að námsefni þessa áfanga tengist inntaki áfangans RAM 103.

VGR 202
Undanfari: VGR 102
   Lögð er áhersla á frekari smíði rafeindatækja. Nemendur kynnast nánar undirstöðuatriðum í vinnu rafiðnaðarmanna, vinnuvernd, reglugerðarákvæðum, efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, verktækni, ásamt umgengni rafiðnaðarmanna á vettvangi. Fjallað er um uppbyggingu lokaverkefnis í grunnnámi rafiðna sem nemendur vinna að í þrjár annir og eignast í lok 4 annar. Lokaverkefnið getur t.d. verið viðvörunarkerfi þar sem um er að ræða stjórnstöð og ýmsan jaðarbúnað. Smíðaðar eru einfaldar rafeindarásir með transistorum og IC samrásum. Lögð er áhersla á tengsl þessa áfanga við RTM 102 og RAM 203.


VGR 303
Undanfari: VGR 202
   Lögð er áhersla á tengingu rafbúnaðar við ytra umhverfi, hvernig skynjarar tengjast við og gefa upplýsingar til rafbúnaðar og hvernig niðurstöðum úrvinnslu eins og t.d. mögnun er skilað út aftur. Nemendur vinna ýmis verkefni svo sem að smíða prentplötu, bora og lóða íhluti, mæla og prófa virkni þeirra og notagildi. Ennfremur smíða þeir smærri rafeindatæki svo sem dimmi, ljósnema og hreyfilstýringar. Gerðar eru mælingar á verkefnum með sveiflusjá. Þá er um að ræða flóknari verkefni þar sem nemendur gera áætlanir, teikna, reikna, herma, smíða, tengja og prófa búnað að eigin vali hvort heldur er rafeindatæki eða annað með lág- og smáspennuívafi. Lögð er áhersla á sjálfstæði og áræði nemenda í hugsun, verkefnavali og vinnubrögðum.


VGR 403
Undanfari: VGR 303
   Fjallað er um undirstöðuþætti aflmagnara. Nemendur leysa ýmis verkefni þar sem þeir fá frekari æfingu í að gera áætlanir, teikna og smíða rafeindarásir. Þessum rafeindarásum er síðan raðað saman í eina heild sem myndar lokaverkefni í áfanganum. Nemendur smíða rásaeiningar, mæla og prófa virkni þeirra og notagildi og annast bilanaleit í rafeindatækjum.


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.