Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Grunnteikning

GRT 1S1, 2S1, 3S1, 4S1 Grunnteikning á starfsbraut
Fjórir áfangar með sömu lýsingu.
  Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar þeir koma í framhaldsskólann, þannig að þeir verði færir um að nýta kunnáttu sína við mælingar, teikningu og teiknilestur. Áföngunum er ætlað að styðja við verklegt nám þar sem reynir á þessa þætti. Áfangarnir samþættast stærðfræði.

GRT 103
Nemendur öðlist grundvallarþekkingu og leikni í teiknilestri, í fríhendisteikningu, mælikvörðum og málsetningu. Þeir nái valdi á að teikna og lesa vinnuteikningar. Í teiknilestri læra nemendur um tegundir lína, teikniáhöld og teikniskrift og teikna hornréttar fallmyndir. Jafnframt fá nemendur þjálfun í útfærslu skurðarflata. Nemendur fá æfingu í fríhendisteikningu með því að rissa upp isometriskar myndir og málsetja þær. Samhliða þessu læra nemendur á mælikvarða og málsetningu og þá m.a. stærðarhlutföll teikninga og raunstærð þeirra hluta sem teikningarnar sýna.

GRT 203
Undanfari: GRT 103
  Meginviðfangsefnið í þessum áfanga er þjálfun í flatarteikningu og rúmteikningu. Í flatarteikningu læra nemendur einkum: um punkta og línur, að skipta línum og hornum með bogaskurði, um þríhyrninga og flatarmál með teikningu margvíslegra flatarmynda. Nemendur læra að þekkja helstu form hluta eins og strendinga, strýtur, sívalninga og keilur. Í rúmteikningu læra nemendur einkum: að teikna fallmyndir út frá mismunandi sjónarhornum, um sniðskorna hluti, að fletja út yfirborð hluta (útflatninga) og finna sannar stærðir á útflatningum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.