Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Stærðfræði

STÆ 1S2, 2S2, 3S2, 4S2 Stærðfræði í daglegu lífi
Áfangar á starfsbraut
Fjórir áfangar með sömu lýsingu.
  Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar þeir koma í framhaldsskólann, þannig að þeir verði færir um að nýta kunnáttu sína við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna daglegs lífs. Samþætting er við bókfærslu- og teikniáfanga.
 
STÆ 193  Flatarmyndir og rúmfræði
Markmið áfangans er að nemendur læri undirstöðuatriði í grunnteikningu og flatarmálsfræði og þjálfist í að nota þau við lausn hagnýtra verkefna. Þeir kynnist notkun algengra mælitækja (málbands, gráðuboga, hallamáls) og temji sér vandvirkni, nákvæmni í framsetningu og öguð vinnubrögð.

STÆ 293  Viðskiptareikningur, algebra og notkun töflureiknis
Markmið áfangans eru að nemendur læri að nota töflureikni til að leysa verkefni í viðskiptareikningi, þjálfist í algebru og meðferð talna og læri að setja tölulegar upplýsingar fram með myndum og töflum.

STÆ 102  Algebra, jöfnur og hlutföll
Undanfari: Eink. 5,0–6,9 á grunnskólaprófi og a.m.k. 4,0 á samræmdu prófi | STÆ193 og STÆ 293
  Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefni eru upprifjun á talnameðferð, einföld algebra og jöfnur. Enn fremur er fjallað um hnitakerfið, jöfnu beinnar línu og hlutfallshugtakið. Auk styttri verkefna vinna nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð, t.d. um hagnýtingu stærðfræðinnar í daglegu lífi.

STÆ 103  Jöfnur, rúmfræði og hlutföll
Undanfari: Einkunn 7,0 – 10 á grunnskólaprófi og a.m.k. 6,0 á samræmdu prófi
  Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði en jafnframt er talnameðferð rifjuð upp og jöfnur. Fjallað er um nokkur hugtök evklíðskrar rúmfræði og hlutverk hennar í vestrænni menningu, hnitakerfið og jöfnu beinnar línu. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á hlutfallshugtakið frá mörgum hliðum. Auk styttri verkefna vinna nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða stutta ritgerð, t.d. um rúmfræði í sögulegu eða menningarlegu samhengi.

STÆ 122  Rúmfræði
Undanfari: Eink. 5,0–6,9 á grunnskólaprófi og a.m.k. 4 á samræmdu prófi | STÆ193 og STÆ 293
  Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði. Fjallað er um nokkur hugtök evklíðskrar rúmfræði og hlutverk hennar í vestrænni menningu. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á hlutfallshugtakið. Auk styttri verkefna vinna nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð, t.d. um rúmfræði í sögulegu eða menningarlegu samhengi.
 
STÆ 203  Algebra og föll
Undanfari: STÆ 103
  Í áfanganum er lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um ýmsar gerðir jafna og ójafna og algebru og tugabrot í sögulegu samhengi. Auk smærri verkefna vinna nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð um efni tengt inntaki áfangans, t.d. um sögulegt efni.
 
STÆ 262  Föll og talningafræði
Undanfari: STÆ 102 og STÆ 122
  Í áfanganum er lögð áhersla á skilning á tölum, fallhugtakinu og hagnýtingu þess og færni í algebru auk undirstöðuatriða í talningarfræði. Kynnt er hvernig nota má föll til að leysa hagnýt verkefni og færa fyrirbrigði á sviði náttúrufræði og samfélags, s.s. viðskipta, í stærðfræðilegan búning. Reiknitæki eru notuð til að teikna gröf og leysa verkefni. Nemendur vinna verkefni, einir og í samvinnu við aðra, t.d. um hagnýtingu falla eða um sögulegt efni. Verkefni eru leyst með reiknitækjum þar sem við á.

STÆ 303  Hornaföll, vigrar og talningarfræði
Undanfari: STÆ 203
  Efni áfangans er vigrar og hornaföll, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi og kynning á talningarfræði. Ennfremur er fjallað um sögulega þróun hornafræði og hagnýtingu þekkingar á hornaföllum, m.a. við landmælingar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist flatarmyndafræði í hnitakerfi og læri að sanna helstu reglur þar að lútandi og beita þeim.Valdar sannanir eru teknar til umfjöllunar. Auk styttri verkefna vinna nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð um efni tengt inntaki áfangans.

STÆ 313  Tölfræði og líkindareikningur
Undanfari: STÆ 262 / STÆ 303
  Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningar- og fléttufræði. Verkefni eru unnin með aðstoð reiknitækja og a.m.k. eitt verkefni er unnið í samvinnu nokkurra nemenda.

STÆ 363  Föll og deildun
Undanfari: STÆ 203 / STÆ 262
  Fjallað er um deildun algengra falla, línulega bestun, runur og raðir og hagnýtingu þessara hugtaka til skýringar á fyrirbærum á sviði náttúru, samfélags og viðskipta. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist því hvernig nota má stærðfræði til að líkja eftir ýmsum fyrirbærum og spá fyrir um framvindu þeirra miðað við gefnar forsendur. Auk stuttra æfinga vinna nemendur verkefni, einir og í samvinnu við aðra, um efni tengt inntaki áfangans. Verkefnin eru leyst með reiknitækjum þar sem við á.

STÆ 403  Föll, markgildi og deildun
Undanfari: STÆ 303
  Fjallað er um vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Fjallað er um deildun og markgildi í sögulegu samhengi og hagnýt verkefni sem leysa má með deildareikningi. Áhersla er lögð á að nemendur fái góða innsýn í deildareikning og geti rökstutt helstu reglur þar að lútandi. Auk stuttra æfinga vinni þeir a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð um efni tengt inntaki áfangans.
 
STÆ 413  Tölfræði og líkindareikningur II
Undanfari: STÆ 313
  Fjallað er um normlega dreifingu og aðrar líkindadreifingar, úrtök og tölfræðilegar ályktanir, fylgni o.fl. Nemendur vinna nokkur stærri verkefni einir og í samvinnu við aðra nemendur. Verkefnin eru unnin með aðstoð reiknitækja.
 
STÆ 463   Rúmfræði og heildun
Undanfari: STÆ 363
  Fjallað er um ýmsa þætti flatarmyndafræði, heildun og hagnýtingu hennar og lausnir verkefna og þrauta á sviði flatarmynda- og rúmfræði. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og að nemendur kynnist því hvernig stærðfræði tengist rúmfræðilegri skynjun. Auk stuttra æfinga vinni nemendur verkefni, einir og í samvinnu við aðra, um efni tengt inntaki áfangans. Verkefni eru leyst með reiknitækjum þar sem þeim verður við komið.
 
STÆ 503  Heildun, runur og raðir
Undanfari: STÆ 403
  Fjallað er um heildun, deildajöfnur, runur og raðir. Auk þess að kenna ýmsar aðferðir við lausnir á verkefnum er lögð áhersla á hagnýtingu þeirra í ýmsum fræðigreinum. Gert er ráð fyrir að nemendur skili verkefnum reglulega. Skal lögð áhersla á skýra og skilmerkilega framsetningu.

STÆ 513  Strjál stærðfræði
Undanfari: STÆ 403
  Efnissvið áfangans eru mengjafræði, rökfræði, talningarfræði, reiknirit og talnafræði. Náttúrlegar tölur eru sameiginlegt viðfangsefni þessara sviða. Allt efni áfangans er undirstaða undir tölvunarfræði en einnig aðra stærðfræði. Auk dæmareiknings skulu nemendur skila a.m.k. einu samvinnuverkefni eða stuttri ritgerð um valda þætti í námsefninu eða tengdu efni.
 
STÆ 523  Rúmfræði
Undanfari: STÆ 403
  Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis, og keilusnið. Gert er ráð fyrir að nemendur skili verkefnum reglulega. Auk dæmareiknings skulu nemendur skila a.m.k. einu samvinnuverkefni eða stuttri ritgerð um valda þætti í námsefninu eða tengdu efni.

STÆ 603  Yfirlitsáfangi
Undanfari: STÆ 503
  Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis tekin til athugunar við lausnir á verkefnum. Auk þess er bætt við ýmsu nýju efni og má þar nefna tvinntölur, fleiri gerðir deildajafna og frekari hagnýtingu heildareiknings. Gert er ráð fyrir að nemendur skili reglulega heimaverkefnum sem krefjast staðgóðrar þekkingar á námsefni fyrri áfanga. Í verkefnunum skal flétta saman eldra og yngra námsefni. Lögð skal áhersla á skýra framsetningu lausna.
 
STÆ 703  Stærðfræðigreining
Undanfari: STÆ 603
  Fjallað er um rauntölur og fullkomleika þeirra, runur og raðir, föll, sér í lagi logra- og vísisföll, og notkun stærðfræðigreiningar við lausn á ýmsum hagnýtum verkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur skili reglulega heimaverkefnum og skal lögð áhersla á skýra og skilmerkilega framsetningu.
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.