Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Náttúruvísindi

NÁT 193
Áfanginn er ætlaður þeim sem ekki hafa náð 5 í samræmdu prófi í náttúrufræði eða í skólaeinkunn. Meginmarkmið áfangans er að gefa nemendum yfirlit yfir heimsmynd náttúruvísindanna. Kynnt eru helstu lögmál og kenningar í efna- og eðlisfræði, líf- og jarðvísindum. Unnið er út frá nánasta umhverfi nemenda og áhersla lögð á athuganir, upplýsingaöflun og framsetningu vísindalegrar þekkingar. Verklegar æfingar og vettvangsferð(ir) eru hluti af náminu.

NÁT 103  Líffræði
Undanfari: Einkunn 5,0 í raungreinum á grunnskólaprófi og a.m.k. 5,0 á samræmdu prófi | NÁT193 | STÆ103 | STÆ102 & STÆ122
  Í þessum grunnáfanga fer fram kynning á séreinkennum líffræði sem vísindagreinar, tengslum við aðrar greinar, þróun og hlutverki líffræðirannsókna með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Teknir eru fyrir ýmsir grundvallarþættir lifandi náttúru, sameinkenni lífvera og ferli sem tengja lífverur hvers vistkerfis saman. Gerð er grein fyrir helstu flokkum lífvera með áherslu á örverur og hugmyndir um uppruna lífs á jörðu. Fjallað er um gerð og starfsemi vistkerfa með áherslu á efna- og orkuflutning, mikilvægi fjölbreytileikans innan þeirra og áhrif mannsins þar á. Helstu frumugerðir, starfsemi og efnisþættir þeirra eru skoðaðir út frá gerð og hlutverki. Fjallað er um grunnþætti erfða- og þróunarfræði. Verklegar æfingar og vettvangsferð(ir) eru þáttur í náminu.

NÁT 113  Jarðfræði
Undanfari: Einkunn 5,0 í raungreinum á grunnskólaprófi og a.m.k. 5,0 á samræmdu prófi | NÁT193 | STÆ103 | STÆ102 & STÆ122
  Í þessum áfanga fer fram kynning á jarðfræði sem vísindagrein.
  Í upphafi er farið í almenn atriði tengd aldri og uppruna jarðar og fjallað um byggingu hennar og lagskiptingu. Þá er jarðsagan tekin til umfjöllunar og stiklað á stóru hvað varðar breytingar á jörðinni, s.s. landrek, þróun lífs og loftslags. Kynnt er myndun helstu berggerða og jarðfræðilegar aðstæður fyrir myndun náttúrulegra orkugjafa, jarðfræðirannsóknir og fleira. Verklegar æfingar og vettvangsferðir eru hluti af náminu.

NÁT 123  Eðlis- og efnafræði
Undanfari: Einkunn 5,0 í raungreinum á grunnskólaprófi og a.m.k. 5,0 á samræmdu prófi | NÁT193 | STÆ103 | STÆ102 & STÆ122
  Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallar eðlis- og efnafræðilögmál og kenningar. Orka er þungamiðja áfangans og ýmsar myndir hennar tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Verklegar æfingar eru hluti af náminu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.