Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Íþróttir

ÍÞR 1S1, 2S1, 3S1, 4S1  Íþróttir á starfsbraut
Fjórir áfangar með sömu áfangalýsingu.
  Í áföngunum er lögð áhersla á verklega þætti upphitunar og þols. Farið er yfir mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir líkams- og heilsurækt eða mismunandi íþróttagreinar. Kennt er um mikilvægi réttrar líkamsbeitingar. Farið er yfir mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar fyrir líkamann. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu líferni og fá að kynnast möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar.

ÍÞR 102
Fjallað er um upphitun, þol, kraftþjálfun, liðleika og líkamsbeitingu. Nemendur taka þátt í líkamsrækt og þolþjálfun.

ÍÞR 202
Fjallað er um líkamsbeitingu, skyndihjálp, þjálffræði, áætlanagerð, næringu, mataræði og heilsusamlega lifnaðarhætti. Nemendur þjálfast í iðkun ýmissa íþróttagreina og taka þátt í líkams- og heilsurækt.

ÍÞR 301 Líkams- og heilsurækt.
Undanfarar: ÍÞR 102 og 202
  Meginmarkmið áfangans eru að nemendur fræðist um íþróttir og heilsuvernd, geri verkefni í tengslum við það og þjálfi þol, kraft og leiðleika. Stuðlað skal að því að nemendur geti sjálfir stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar.

ÍÞR 371 Badminton
Undanfarar: ÍÞR 102 og 202
  Meginmarkmið áfangans eru að nemendur nái betri tökum á Badmintoníþróttini og átti sig á hvaða þættir það eru sem þeir þurfi að bæta til að ná árangri bæði tæknilega og líkamlega.

ÍÞR 3J1 Jóga
Undanfarar: ÍÞR 102 og 202
  Meginmarkmið áfangans eru að nemendur kynnist jóga og þjálfist í að gera öndunaræfingar, jógastöður og slökun.

ÍÞR 3U1 Útivist
Undanfarar: ÍÞR 102 og 202
  Meginmarkmið áfangans eru að nemendur kynnist útiíþróttum og útileikjum. Meðal viðfangsefna eru gönguferðir og útivist af ýmsu tagi.


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.