Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Enska

ENS 1S1, 2S1, 3S1, 4S1  Enska á starfsbraut
Fjórir áfangar með sömu lýsingu.
  Unnið er að því að viðhalda og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa þegar þeir koma í framhaldsskólann. Unnið er með hlustunarefni, lesefni og myndefni af margvíslegu tagi. Nemendur læra að syngja enska texta. Áhersla er lögð á færni í tungumálinu sem getur nýst nemendum í daglegu lífi, s.s. við að horfa á sjónvarp, geta lesið utan á umbúðir með enskum texta og skilja orð sem notuð eru við vinnu á tölvur. Mikilvægt er að miða viðfangsefnin við getu og þroska nemendanna og að þeir fái sem flest tækifæri til að spreyta sig á krefjandi viðfangsefnum við hæfi.
 
ENS 193
Námsefni grunnskóla rifjað upp eftir því sem þurfa þykir. Áhersla lögð á undirstöðuatriði í málfræði, framburð og skilning á meðalþungu tal- og ritmáli með lestri, hlustun og ýmiss konar æfingum. Áhersla er lögð á að byggja upp skilning nemenda á málinu svo og málnotkun sem miðast við að þeir geti, að loknum þessum áfanga, sest í ENS 102.

ENS 102
Undanfari: Einkunn 5,0 – 6,9 á grunnskólaprófi og a.m.k. 4,0 á samræmdu prófi | ENS193
  Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði málfræði rifjuð upp í efnislegu samhengi við aðra þætti námsins. Sérstök áhersla lögð á þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið svo og hlustun og tal. Áhersla er einnig lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Hraðlesið efni. Nemendum leiðbeint um notkun orðabóka.

ENS 103
Undanfari: Einkunn 7,0 – 10 á grunnskólaprófi og a.m.k. 6,0 á samræmdu prófi
  Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði málfræði rifjuð upp í efnislegu samhengi við aðra þætti námsins. Sérstök áhersla lögð á þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið. Áhersla er einnig lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Hraðlesið efni valið við hæfi nemenda. Markvissar hlustunaræfingar. Enskt talmál æft m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum, m.a. í tengslum við efnið. Nemendum leiðbeint um notkun orðabóka.

ENS 202
Undanfari: ENS 102
  Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS 102. Lestur almennra og þyngri texta til að auka orðaforða og hraðlesinna texta til að þjálfa heildarskilning. Markvissar hlustunaræfingar. Unnið með orðabók þar sem það á við. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Skriflegi þátturinn er þjálfaður með fjölbreyttum æfingum.

ENS 203
Undanfari: ENS 103
  Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS 103. Lestur almennra og sérhæfðra texta sem ekki eru einfaldaðir. Unnið með orðabók þar sem það á við. Aukin áhersla á að nemendur tjái sig frjálst og óbundið. Markvissar hlustunaræfingar. Áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga.
 
ENS 212
Undanfari: ENS 202
  Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS 202. Lestur almennra og sérhæfðra texta sem ekki eru einfaldaðir. Unnið með orðabók þar sem það á við. Aukin áhersla á að nemendur tjái sig frjálst og óbundið. Markvissar hlustunaræfingar. Áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga.

ENS 303
Undanfari: ENS 203 / ENS212
  Áhersla á að nemendur verði betur læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Lesin eru bókmenntaverk og túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á netinu og í margmiðlunarefni. A.m.k. hluti námsefnis á tölvutæku formi. Kynning á menningu enskumælandi landa. Áhersla lögð á alhliða færni í málinu.

ENS 382
Undanfari: ENS 203 / ENS 212
  Ferðamálaenska. Sérstök áhersla lögð á að nemendur geti tjáð sig munnlega, t.d. í síma eða beinu samtali og skriflega við sem fjölbreyttastar aðstæður innan ferðaþjónustu. Nemendur þjálfaðir í að gefa greinagóðar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur ferðaþjónustu. Einnig er haldið áfram að styrkja málfræðigrunn nemenda. Lesnir verða sérhæfðir textar í tengslum við efnið og kenndur algengasti orðaforði er nýtast má í umfjöllun um ferðamannalandið Ísland.

ENS 403
Undanfari: ENS 303
  Áhersla lögð á fjölbreytilega texta, t.d. bókmenntaverk, tímaritsgreinar og rannsóknarskýrslur. Sérstök áhersla á að setja fram hugmyndir í rituðu og töluðu máli. Frekari kynning á menningu enskumælandi landa. Aukin áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, m.a. við að afla upplýsinga á bókasöfnum, netinu og margmiðlunarefni.

ENS 503
Undanfari: ENS 403
  Sérstök áhersla er lögð á ritun í þessum áfanga. Auk þess verður unnið með ensku sem alþjóðamál og ýmis afbrigði málsins. Til umfjöllunar verða ýmsir textar, s.s. smásögur, skáldsögur, leikrit. ljóð, blaðagreinar og greinar af netinu, auk kvikmynda og tónlistar. Fjallað um efnin í sögulegu, félagslegu og landfræðilegu samhengi með sérstakri áherslu á ólík málsvæði og fjölbreytileika enskrar tungu. Mikil áhersla lögð á virkni nemenda og sjálfstæð vinnubrögð.
 
ENS 603
Undanfari: ENS 503
  Áfram lögð áhersla á alla færniþætti. Til umfjöllunar verður ágrip af enskri bókmenntasögu svo og bókmenntatextar frá ýmsum tímabilum.

ENS 703
Undanfari: ENS 603
  Þemaáfangi. Hér eru auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Sem dæmi um efni má nefna bækur og kvikmyndir, bókmenntatímabil, verk eftir ákveðna höfunda eða bókmenntaverk sem tengjast ákveðnum þemum.

ENS 803
Undanfari: ENS 703
  Lögð er áhersla á lestur mjög krefjandi texta, t.d. frá ólíkum tímabilum eða stefnum. Líkt og í ENS 703 hentar þessi áfangi vel til þemavinnu. Gerðar eru kröfur um færni í munnlegri og skriflegri tjáningu. Mikilvægt að nemendur séu virkir og sjálfstæðir í vinnubrögðum, geti m.a. gert grein fyrir máli sínu og rökstutt skoðanir sínar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.