Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands, 14. útgáfa 2014
Starfshættir | Námsbrautir


Eðlisfræði

EÐL 103  Aflfræði og ljós
Undanfari: NÁT 123
  Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði. Auk þess er fjallað um varðveislu orkunnar. Verklegar æfingar eru hluti af náminu.

EÐL 203  Varmafræði, hreyfing og bylgjur
Undanfarar: EÐL 103 og STÆ 303
  Æskilegt er að áfanginn STÆ 403 sé kenndur samhliða.
Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Verklegar æfingar eru hluti af náminu.

EÐL 303  Rafsvið, segulsvið og rásir
Undanfari: EÐL 203
  Í áfanganum eru tekin til athugunar grundvallaratriði rafmagns og segulsviðs og þau tengd umfjöllun um notkun rafmagns í tæknivæddu þjóðfélagi. Verklegar æfingar eru hluti af náminu.

EÐL 403  Nútímaeðlisfræði
Undanfari: EÐL 303
  Í áfanganum er gerð grein fyrir helstu atriðum almennu afstæðiskenningarinnar, skammtafræðin er kynnt, einnig efnisbylgjur og atóm- og kjarneðlisfræði. Verklegar æfingar eru hluti af náminu.
 
 
 
 
 
 

Please publish modules in offcanvas position.