Þjálfari nemanda sem æfir að jafnaði 6 sinnum í viku, eða oftar, hjá íþróttafélagi innan ÍSÍ getur sótt um að nemandinn sé undanþeginn vissum áföngum eða áfangahlutum í íþróttum.

Í upphafi annar þarf nemandi að skila til skólans æfingaáætlun frá þjálfara þar sem greinilega kemur fram hvernig æfingum verður hagað á önninni. Sé umsóknin samþykkt skal nemandi skila staðfestingu frá þjálfara í lok annar þar sem fram kemur að nemandinn hafi stundað æfingar eins og æfingaáætlun gerði ráð fyrir. Nemandi þarf þó alltaf að taka bóklegan hluta íþrótta.

Skólameistari ákveður, í samráði við verkefnisstjóra afreksíþróttasviðs hvort og að hve miklu leyti beri að meta þjálfun íþróttamannsins svo að hún komi að hluta í stað íþróttakennslu skólans.

Að hámarki geta nemendur fengið eina námseiningu metna, vegna þjálfunar sinnar, fyrir hverja önn, þó aldrei fleiri en fjórar einingar. 

Please publish modules in offcanvas position.