Um helgina voru veitt verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem bestum árangri náðu í Stærðfræðikeppni grunnskólanna, en sjálf keppnin fór fram þann 29. mars síðastliðinn. Keppnin í ár var óvenju jöfn og erfitt að skera úr um sæti. Efstu þrjú sætin í hverjum árgangi hlutu peningaverðlaun en efstu 10 sætin hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu.

Páskaleyfið hófst í dag mánudaginn 15. apríl. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 24. apríl. Skrifstofa skólans verður lokuð þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. apríl. Heimavistinni var lokað klukkan 17:00 síðastliðinn föstudag og verður hún opnuð aftur klukkan 18:00 þriðjudaginn 23. apríl. Gleðilega páska!

Nýtt tölublað fréttabréfs FVA hefur nú litið dagsins ljós og er aðgengilegt með því að smella hér. Fréttabréfinu er ætlað að miðla fréttum frá skólastarfinu til nemenda, foreldra, forráðamanna og annarra áhugasamra um skólastarf í FVA. Hlekkur á fréttabréf skólans er staðsettur neðst á síðunni.

Föstudaginn 5. apríl fóru nemendur í málmiðnum á ný í vettvangsferð, að þessu sinni til fyrirtækjanna Hamars og Elkem Ísland á Grundartanga. Í járnblendiverksmiðju Elkem var vel tekið á móti hópnum, farið var yfir öryggisatriði og allir fengu hlífðar- og öryggisfatnað áður en verksmiðjan var skoðuð. Nemendur fylgdust til að mynda með því hvernig töppun er framkvæmd og fengu kynningu á störfum vélvirkja á svæðinu.

Please publish modules in offcanvas position.