Dagur íslenskrar náttúru er í dag, 16. september! Í grænfánaskólanum okkar starfar umhverfishópur sem óskar nú eftir nemendum til starfa í vetur. Áhugasamir hafi samband við Helenu Valtýs (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Í dag fer jafningjafræðsla í stærðfræði af stað á nýjan leik í Verinu og allir eru velkomnir. Verið er staðsett í stofu B-203 og verður aðstoð í stærðfræði í boði á miðvikudögum, kl. 9:40-10:35. Ef eftirspurn skapast verður líka í boði að fá stuðning við verkefnaskil, ritgerðasmíð og meðferð heimilda. Hafið samband við námsráðgjafa FVA (4332519 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) ef áhugi er fyrir slíkri aðstoð í Verinu. 

 

Dýrin í Hálsaskógi hafa nú skriðið úr hýði sínu og æfingar eru loksins hafnar að nýju eftir alltof langa bið. Ný dagsetning frumsýningar er 25. september kl. 18:00. Miðaeigendur hafa nú fengið tölvupóst frá TIX.is með upplýsingum um nýja tímasetningu, þeir sem áttu miða á frumsýninguna sem hefði átt að vera í mars eiga nú miða á nýrri dagsetningu. Miðasala fer fram á TIX.is, önnur sýning verður sunnudaginn 27.sept kl: 13:00, þriðja sýning verður sunnudaginn 27.sept kl: 16:30.

Í dag, 10. september, er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka, en um 800.000 einstaklinga deyja árlega í sjálfsvígi. Á síðastliðnum áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga á Íslandi verið á bilinu 27-49, eða að meðaltali 39 á ári. Eftir áralangar rannsóknir og forvarnarstarf þá komumst við nær því að skilja betur áhættuþætti sjálfsvíga. Það sem gerir forvarnarstarf sjálfsvíga hins vegar flókið er að áhættuþættirnir eru margir og eru samspil líkamlegra, umhverfis- og félagslegra þátta

Please publish modules in offcanvas position.