Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Nemendur í jarðfræði fóru á dögunum í Hítardal og skoðuðu áhugaverðar jarðmyndanir í dalnum, móberg, hraun og skriðu sem féll þar í sumar og hefur stíflað upp lítið lón fyrir innan skriðuna. Á leiðinni var stoppað við Kjalardal og undir Melabökkum til að fræðast um þær aðstæður sem ríktu á síðjökultíma þegar Akrafjall var umflotið sjó og marbakkar mynduðust við mynni Kjalardals samhliða hraðri jökulhörfun.

Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir herferðinni #egabaraeittlif þar sem barist er gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Einar Darri var nemandi við FVA en hann var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja.

Evrópski tungumáladagurinn er í dag miðvikudaginn 26. september. Hér í FVA er hefð fyrir því að skreyta skólann á einn eða annan hátt á þessum degi. Í ár hafa kennarar í máladeild komið tungumálapýramída fyrir á efri hæð skólans. Hönnun og smíði pýramídans var í höndum snillinganna í tréiðnaðardeild skólans.

Please publish modules in offcanvas position.