Athygli er vakin á því að í dag, 11. febrúar, er árlegur dagur íslenska táknmálsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200 
Íslendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi. Í tilefni dagsins hefur efni á íslensku táknmáli og um íslenskt táknmál verið gert aðgengilegt á heimasíðu Krakka-RUVStundin okkar verður táknmálstúlkuð sunnudaginn 17. febrúar, Krakkafréttir fjalla um daginn þann 11. febrúar og verður sá þáttur einnig táknmálstúlkaður.

Í morgun var haldinn skólafundur á sal skólans fyrir nemendur og starfsfólk. Fundurinn var á þjóðfundaformi og var markmið hans að vinna áfram með gildi skólans sem skilgreind voru fyrir tveimur árum á álíka fundi. Sem fyrr stýrði Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, vinnu fundarins. Í dag var áfram unnið með þessi gildi: jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika, og merking þeirra fyrir skólastarfið skoðuð. Þegar niðurstöður þjóðfundarins liggja fyrir verða þær kynntar hér á heimasíðunni

Vorönn 2019 hefur farið vel af stað hér við FVA. Alls stundar 471 nemandi nám þessa önn, 276 karlar (58,6%) og 195 konur (41,4%). Meirihluti nemenda stundar dagskóla, eða 386, en auk þeirra eru 85 nemendur skráðir í kvöld- og helgarnám. 79% nemenda eru búsettir á Akranesi og nágrenni en annars koma nemendur víða að, þó aðallega frá höfuðborgarsvæðinu og af Vesturlandi. Flestir stunda nám á Opinni stúdentsbraut og Náttúrufræðabraut, um 90 á hvorri braut fyrir sig. Sem áður er iðnnámið mjög vinsælt og 154 nemendur eru skráðir í vélvirkjun, rafvirkjun og húsasmíði við FVA.

Guðrún Margrét Jónsdóttir lést þann 17. janúar síðastliðinn. Hún var kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands frá árinu 1987 til 1990 og kenndi eðlisfræði og stærðfræði. Starfsfólk FVA minnist hennar með hlýju og þakklæti og vottar aðstandendum hennar samúð. Útför Guðrúnar Margrétar fer fram í dag 24. janúar kl.13 frá Háteigskirkju.

Please publish modules in offcanvas position.