Dagskrá Opinna daga hélt áfram í dag, miðvikudag, og rétt í þessu bárust fréttaritara þau tíðindi að árlegu púttmóti er lokið. Hart var barist en það var hún Bára Valdís Ármannsdóttir sem bar sigur úr býtum og hampar nú farandbikar og hinum eftirsótta titli Púttmeistari FVA 2019. Í öðru sæti mótsins lenti Anna Þóra Hannesdóttir og þriðja sætið vermdi Fylkir Jóhannsson. Eru þeim öllum færðar innilegar hamingjuóskir með glæstan árangur.

 

Nú standa yfir Opnir dagar hér í FVA og er dagskráin að venju fjölbreytt og skemmtileg. Á Opnum dögum víkur hefðbundin stundaskrá fyrir ýmsum viðburðum sem nemendur velja sjálfir. Í ár er til að mynda hægt að velja kvikmyndasýningar, fyrirlestra, hnefaleika, golf, Pub Quiz, menningarferðir, félagsvist, sjálfstyrkingu, Dungeons and dragons, borðspil, mála vegg, klifur og brauðbakstur með Finnboga, svo eitthvað sé nefnt.

Í morgun heimsótti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, Fjölbrautaskóla Vesturlands og var að vonum vel tekið á móti henni. Ávarpaði hún nemendur og starfsfólk á sal skólans og minnti á mikilvægi umhverfismála og einnig þess að líta öðru hverju upp úr símanum.

Athygli er vakin á því að í dag, 11. febrúar, er árlegur dagur íslenska táknmálsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200 
Íslendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi. Í tilefni dagsins hefur efni á íslensku táknmáli og um íslenskt táknmál verið gert aðgengilegt á heimasíðu Krakka-RUVStundin okkar verður táknmálstúlkuð sunnudaginn 17. febrúar, Krakkafréttir fjalla um daginn þann 11. febrúar og verður sá þáttur einnig táknmálstúlkaður.

Please publish modules in offcanvas position.