Undanfarin ár hafa iðn- og starfsnámsskólar á Íslandi sameinast um útgáfu blaðsins 2020 og hefur því verið dreift til foreldra og forráðamanna nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna. Markmið útgáfunnar er að kynna iðn- og tækninám fyrir foreldrum og ungmennum. Í vor leit nýtt tölublað dagsins ljós og inniheldur það fjöldan allan af greinum og fréttum af skólastarfi iðn- og starfsnámsskóla landsins. Í blaðinu eru tvær greinar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Í dag hófst jafningjafræðslan og mun hún fara fram í Verinu (B-203) sem hér segir:

  • Á mánudögum kl: 13:05-14:00 - Aðstoð í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.
  • Á miðvikudögum kl: 14:55-15:55 - Aðstoð í stærðfræði.

Fimmtudaginn 5. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.
Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.
Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00. Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta lífsleiknikennara barna sinna.  

Fjölbrautaskóli Vesturlands var settur í morgun kl. 10 á sal skólans. Voru nýnemar þá sérstaklega boðnir velkomnir og eftir stutta kynningu á sal var hópnum skipt í lið sem öttu kappi í ratleik sem fór fram víðsvegar um byggingar skólans.

Please publish modules in offcanvas position.