Kæru nemendur! Kennsla hefst í FVA miðvikudaginn 19. ágúst skv. stundaskrá. Nýnemar mæta í skólann á morgun 18. ágúst sem hér segir:

  • Hópur 1 (Umsjónarkennari: Arnar): kl 9
  • Hópur 2 (Umsjónarkennari: Aldís): kl 11
  • Hópur 3 (Umsjónarkennari: Birna Björk): kl 13
  • Hópur 4 (Umsjónarkennari: Kristín Edda): kl 15

Nýnemar fá sms og póst í INNU um hvenær þeir eiga að mæta. Móttaka nýnema tekur rúma klukkustund.

Smit eru aðeins fleiri í dag en í gær svo það er fyllsta ástæða til að fara að öllu með gát. Við stefnum enn á að kenna bæði fjar- og staðnám og skipuleggjum stuttan tíma í einu. Skólahúsnæðinu verður skipt upp í svokölluð sóttvarnarhólf til að framfylgja tilmælum landlæknis um þann fjölda sem má koma saman á einum stað. Leiðbeiningar um hvernig það virkar og umgengni um húsið í covid verða birtar á heimasíðu FVA á næstu dögum.

Kæru nemendur! Í ljósi nýjustu frétta af kórónuveiru og hægri útbreiðslu hennar þessa stundina stefnum við í FVA á að kenna sem mest í skólanum og vera með fjarkennslu í bland. Verknám verður í hefðbundinni kennslu eftir fremsta megni og bóknám í blöndu af fjarnámi og staðarnámi eins og aðstæður leyfa. Nánar um framkvæmdina á þessu síðar.

Kæru nem­endur! Skrif­stofa skólans er opin frá kl 8:00 – 15:00 alla virka daga. Stjórnendur og námsráðgjafar eru á staðnum en vinsamlegast notið tölvu­póst og síma eins og hægt er í ljósi smithættu vegna kórónuveirunnar. Ef þið viljið koma í skólann til viðtals verðið þið að bóka tíma áður hjá viðkomandi.

Please publish modules in offcanvas position.