Einn þeirra viðburða Opinna daga sem fylltist strax var fuglaskoðunarferð sem farin var í gærdag í prýðisveðri. Í ferðinni sáust samtals 23 mismunandi fuglategundir, þar á meðal æður, álft, hávella, rauðhöfðaönd og þjóðarfugl Færeyinga, tjaldurinn, lét líka sjá sig.

Nokkrir nemendur nýttu Opna daga til að mála listaverk á vegg. Verkið er landslagsmynd og þykir einkar fagurt á að líta. Nú prýða listaverk nemenda þrjá veggi í skólanum, það elsta var málað árið 2012 og annað á Opnum dögum 2018.

Dagskrá Opinna daga hélt áfram í gær en þá heimsótti hópur nemenda ásamt fararstjórum Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þar fór hópurinn í fjósið, fékk kynningu á samstæðuvél og sömuleiðis kynningu á náminu á Hvanneyri. Hvanneyringar buðu síðan upp á skúffuköku.

Einn af mörgum fróðlegum viðburðum Opinna daga í ár var Málþing um umhverfismál sem umhverfisnefnd FVA stóð fyrir. Yfirskrift málþingsins var: Koma umhverfismál mér við?
Ýmislegt gagnlegt og áhugavert kom fram á málþinginu og sýna niðurstöður málþingsins ótvírætt að nemendur FVA láta sig umhverfismál svo sannarlega varða og vilja berjast fyrir úrbótum.

Please publish modules in offcanvas position.