Tæknimessa verður haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands fimmtudaginn 10. október og er von á um 700 nemendum úr efstu bekkjum grunnskólanna á Vesturlandi auk starfsfólks skólanna. Tæknimessur hafa verið haldnar í FVA frá árinu 2016 með það að markmiði að kynna fyrir nemendum það námsframboð sem í boði er á Vesturlandi á sviði iðngreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum.

Næstkomandi miðvikudag, þann 2. október, verður forvarnardagurinn haldinn í fjórtánda sinn. Af því tilefni hefur heilsueflingarteymi FVA skipulagt ýmsa viðburði alla þessa viku og kennir þar ýmissa grasa. Í löngu frímínútunum í dag verður boðið upp á jóga og slökun á sal skólans með Helgu Guðnýju, jógakennara. Eftir skóla í dag munu þær Gréta og Kristín Edda leiða nemendur og kennara í göngu á Akrafjall og er mæting á bílastæðið við Akrafjall kl. 17:30. 

Í húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verður þann 2. október nk. haldið íbúaþing undir yfirskriftinni „Lærdómssamfélagið Akranes". Viðfangsefni þingsins eru mennta- og frístundamál og hvað felst í því að búa í lærdómssamfélagi. Boðið verður upp á stutta fyrirlestra, málstofur og umræður í hópum. Fundarstjóri þingsins er Ársæll Már Arnarsson prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Fjölbrautaskóli Vesturlands og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa endurnýjað samkomulag sín á milli um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum skólans skólaárið 2019-2020. Samkvæmt því mun Íris Björg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur áfram sinna starfi skólahjúkrunarfræðings.

Please publish modules in offcanvas position.