Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Fyrr í vikunni var borin til grafar Hildrut Hildur Guðmundsdóttir (f.29. júlí 1935, d. 28. ágúst 2018). Hildur starfaði lengi vel við Fjölbrautarskóla Vesturlands og vill samstarfsfólk hennar við skólann minnast hennar með nokkrum orðum.

Í gær var haldin minningarstund í FVA um fyrrum nemanda skólans Einar Darra Óskarsson. Einar Darri var 18 ára ungur drengur í blóma lífsins þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja.

Einn af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands, Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, hefur nú skrifað undir samning við rússneska knattspyrnuliðið CSKA Moskvu. Liðið leikur í rússnesku úrvalsdeildinni og í meistaradeild Evrópu þannig að hér er um stóran áfanga að ræða fyrir Arnór.

Við hjá FVA reynum að fylgjast vel með því hvernig nemendum skólans vegnar og óskum Arnóri innilega til hamingju með þetta skref.

Þriðjudaginn 11. september verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.
Dagskrá fundar: Skólastarf, félagslíf og foreldrasamstarf.
Fundurinn verður haldinn á sal skólans við Vogabraut 5 á Akranesi klukkan 18:00.
Að fundi loknum gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að ræða við skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa og hitta umsjónarkennara barna sinna.

Please publish modules in offcanvas position.