Starfsumhverfiskönnun ríkisins og Sameykis sem Gallup heldur utan um var lögð fyrir starfsfólk í miðju „kóviti“ sl. vor. Í lok maí ákvað stjórn Sameykis, í ljósi aðstæðna, að fresta því að birta niðurstöður úr könnunni til 14. október nk. Við í FVA höfum þó fengið okkar skýrslu sem sýnir 3,98 stig í heildarmati sem er mun betri niðurstaða en 2019 þegar stigin voru 3,47.

Við minnum á Skrudduna, fréttabréf FVA, sem gefið er út vikulega á starfstíma skólans. Efnið er ætlað starfsfólki, nemendum og öðrum þeim sem áhuga hafa á starfi skólans og vilja fylgjast með því sem gerist bak við tjöldin. Glóðvolg Skrudda er nú komin í pósthólf áskrifenda. Hægt er að gerast áskrifandi hér. Hægt er að lesa öll tölublöð hér.

Sjúkraliðanemar í dreifnámi athugið. Fyrsta staðlota er nk. fimmtudag, 3. september kl. 16:15. Dagskrá lotunnar er svohljóðandi:

Kæru nemendur. Enn gengur allt vel og ekkert smit hefur komið upp í skólanum. En verum ávallt á varðbergi! Við ítrekum nokkur mikilvæg atriði í upphafi haustannar:

Please publish modules in offcanvas position.