Nemendur í lífsleikni fengu góða gesti nýverið. Þar voru á ferðinni fyrrum nemendur skólans þær Bergþóra Hallgrímsdóttir og Hjördís Tinna Pálmadóttir, en þær leggja nú stund á nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Bergþóra og Hjördís komu á vegum félagsins Bjargráðs sem stofnað var af læknanemum við HÍ.

Það var ys og þys á göngum skólans í dag þegar yfir 700 grunnskólanemendur frá Vesturlandi heimsóttu okkur ásamt starfsfólki skólanna. Tæknimessur hafa verið haldnar í FVA frá árinu 2016 með það að markmiði að kynna fyrir nemendum það námsframboð sem í boði er á Vesturlandi á sviði iðngreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum.

Hópur nemanda í raf- og málmiðnardeildum skólans heimsóttu sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Laugardalshöll dagana 25.-27. september sl. Að sögn fararstjóra var sýningin afar gagnleg og fróðleg en aðallega var verið að kynna það nýjasta í tækni sem snýr að sjávarútvegi. Nemendur nýttu tímann vel í að skoða hina ýmsu sýningarbása og kynna sér það sem fyrirtæki og þjónustuaðilar höfðu að fram að færa.

Í lok september fóru nemendur í Útivistaráfanganum í sólarhringsferð í Skorradalinn og gistu eina nótt í skátaskálanum. Veður var gott og haustlitirnir ríkjandi. Mikið var um útiveru og göngu og kíkti hópurinn meðal annars á eyðibýlið hjá Þórði í Haga. Grillaðir voru hamborgarar og sykurpúðar og um kvöldið var tekið í spil.

Please publish modules in offcanvas position.