Föstudaginn 5. apríl fóru nemendur í málmiðnum á ný í vettvangsferð, að þessu sinni til fyrirtækjanna Hamars og Elkem Ísland á Grundartanga. Í járnblendiverksmiðju Elkem var vel tekið á móti hópnum, farið var yfir öryggisatriði og allir fengu hlífðar- og öryggisfatnað áður en verksmiðjan var skoðuð. Nemendur fylgdust til að mynda með því hvernig töppun er framkvæmd og fengu kynningu á störfum vélvirkja á svæðinu.

Í síðustu viku fóru um 40 nemendur í málm- og tréiðngreinum í vettvangsferð til Límtré Vírnets í Borgarnesi ásamt kennurum sínum. Límtré Vírnet er leiðandi fyrirtæki í mannvirkjageiranum og í Borgarnesi er framleitt þakjárn, loftræstikerfi, stálfestingar fyrir límtréhús og járnamottur fyrir steinsteypu.

Síðastliðinn föstudag fór stærðfræðikeppni grunnskólanna fram hér í FVA í 21. sinn, en keppnin er haldin árlega og hefur skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Það má með sanni segja að Fjölbrautaskóli Vesturlands sitji nú á grænni grein í umhverfismálum því í morgun afhenti Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd, fulltrúum umhverfisnefndar skólans Grænfánann í fyrsta sinn. Umhverfisnefnd hefur unnið að því um langa hríð að fá að flagga Grænfánanum og nú loks hefur því markmiði verið náð.

Please publish modules in offcanvas position.