Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Í gær tryggði 2. flokkur ÍA sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í 13 ár. Flest allir leikmenn liðsins stunda nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands og eru þeim færðar innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur og verðskuldaðan sigur.

Nemendur í húsasmíði hafa á þessari önn verið með timburhús í smíðum og er smíði burðarvirkisins nú nánast lokið. Í dag var ákveðnum áfanga náð þegar nemendur reistu síðustu sperruna og að gömlum sið var því fagnað með því að flagga. Á myndinni má sjá nemendur ásamt Steini Mar Helgasyni, kennara.

 

Innan nemendafélags skólans er starfrækt fjölbreytt flóra klúbba og nú í morgun stóð forystufólk klúbbanna fyrir kynningu á sal skólans. Þar var starfsemi klúbbanna  kynnt fyrir nemendum skólans og þeim gafst kostur á að skrá sig. Upplýsingar um nemendafélagið, klúbbana og formenn þeirra er að finna hér.  

Í gær bauð skólinn foreldrum og forráðamönnum nýnema til kynningarfundar á sal skólans og var fundurinn vel sóttur (...jafnvel þótt landsleikur gegn Belgíu hafi farið fram á sama tíma).

Please publish modules in offcanvas position.