Í gær hófst 16 daga átakið „Roðagyllum heiminn“ (Orange the world) og stendur til 10. desember. Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka um allan heim standa fyrir átakinu. Appelsínuguli liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis. Markmið átaksins er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem viðgengst um allan heim, ekki síst nú á tímum covid-19 en tölfræðin sýnir að ofbeldi gegn konum hefur aukist verulega í heiminum. Við viljum vekja athygli á mannréttindabrotum og leita allra leiða til að útrýma ofbeldi. FVA er roðagylltur af þessu tilefni.
#rodagyllumheiminn

Á vefnum eittlif.is hefur nú verið opnuð úrræðaleitarvél, nokkurs konar gagnabanki samtaka og annarra sem sinna stuðningi í tengslum við geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagsleg vandamál, ofbeldi, fíkn, fátækt og sorg.
Markmið úræðaleitarvélinnar er að auka sýnileika þeirra úrræða sem eru nú þegar til staðar og auðvelda ferlið við að kynna sér viðeigandi úrræði þegar vandasöm mál ber að garði. Leitarvélin gefur upplýsingar um úrræði í boði um allt land og hvar hægt er að fá sértæka aðstoð vegna t.d. fíknivanda, ofbeldis eða félagmálavanda.

Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða og minna á nauðsyn fagstéttarinnar innan heilbrigðiskerfisins þar sem sjúkraliðar eru burðastétt. Við bendum á pistil sem Sandra B Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ritaði í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn, sjúkraliðar!

Á morgun, föstudaginn 27. nóvember, fá nemendur í lífsleikni fjarkynningu frá Hinseginleikanum, fyrri hópur kl 9:40 og sá seinni kl 13:05. Þar sem þessi fræðsla er mikilvæg og hefur ekki verið í boði í lífsleikni undanfarin ár (þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir lífsleiknikennara) verður eldri nemendum sem eru í eyðu og hafa áhuga á málefninu boðið að fylgjast með kynningunni í streymi. Tengill á kynninguna verður sendur í pósti á nemendur.

Please publish modules in offcanvas position.