Þá er þessi vika á enda með fjöri og fjölbreytni. Hluti nemenda og kennara hefur verið í húsi og borið grímu, hluti hefur verið í fjarkennslu og þetta hefur gengið hreint ágætlega. Eins og staðan er núna í smitútbreiðslu hér á Skaga er ekki talin ástæða til að halda úti fjarkennslu lengur í FVA. Ef smitum fjölgar ekki í dag og um helgina hefjum við staðbundna kennslu á mánudaginn kemur, 28. sept, fylgist vel með á vef skólans. Allir nota þá grímu (afhent í skólanum) og við hvikum hvergi frá okkar skýru sóttvarnarreglum, sem eru 1 m fjarlægð, hægri umferð á göngum, spritta borðin, spritta milli sóttvarnarhólfa og þvo sér um hendur. Þannig getum við saman forðað útbreiðslu og dregið úr hættu á smiti.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Fulltrúi FVA í ár er Björgvin Þór Þórarinsson, en flestir ættu að kannast við hann úr leiksýningum Melló undanfarin ár þar sem hann hefur farið á kostum. Björgvin verður 16. keppandi á svið og mun flytja lagið Bright Lights Bigger City eftir CeeLo Green.

Íþróttavika Evrópu hefst formlega í dag 23. september. Þær Helena og Hildur Karen voru búnar að skipuleggja nokkra viðburði tengda Íþróttaviku Evrópu og íþróttatímum þessa vikuna en vegna smithættu og stöðunnar í bænum þá hefur þeim viðburðum verið frestað. Vonandi getum við haldið þá í tengslum við Heilsuviku FVA í byrjun október. En... það er samt hægt að gera ýmislegt skemmtilegt í tengslum við Íþróttaviku Evrópu þó að við séum ekki að koma saman í stærri hópum.

Staðlota sjúkraliða á morgun fimmtudaginn 24. september verður í fjarkennslu. Allar upplýsingar á INNU og hjá kennurum. Dagskrá var send í tölvupósti til nemenda þann 15. september 2020.

Please publish modules in offcanvas position.