Meginmarkmið

Nemendur fái yfirsýn yfir helstu þætti í rekstrarumhverfi íslenskra iðnfyrirtækja er varðar lög og reglur.  Þeir þekki þá þætti dómskerfisins sem varða atvinnurekstur og réttarform fyrirtækja.  Þeir þekki vel iðnlöggjöfina og helstu lög og reglur aðrar sem lúta að atvinnurekstri iðnmeistara.  Nemendur þekki öll helstu eyðublöð sem atvinnurekendur þurfa að standa skil á, kunni að útfylla þau og/eða kunna að leita sér aðstoðar við slíkt.  Þá viti nemendur um helstu ákvæði alþjóðlegra samninga sem hafa eða geta haft bein eða óbein áhrif á atvinnustarfsemi íslenskra iðnfyrirtækja.

Námsmarkmið

Dómskerfi og réttarfar

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja megineinkenni íslenska dómskerfisins

-           vita um helstu réttarreglur og vita m.a. hvað er réttaraðild og lögræði

 

Iðnaðarlög

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja iðnaðarlög og vita hvaða kröfur, möguleika og takmarkanir þau fela í sér

-           kannast við nokkur prófmál er varða túlkun iðnaðarlaga

 

Verslunarréttur

Við lok áfangans skulu nemendur

-           vita um helstu lög og reglur er varða viðskipti og réttarform iðnfyrirtækja

-           þekkja helstu reglur um tilboð og tilboðsgerð

-           þekkja til helstu tegunda viðskiptasamninga og kunna skil á grundvallaratriðum samningsgerðar

-           þekkja helstu eyðublöð sem iðnmeistarar þurfa að útfylla vegna viðskipta sinna

-           þekkja ferli þinglýsinga og aflýsinga á skjölum

-           þekkja ferli gjaldþrotamála

 

Skattalög og skattaskil

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja skattalögin og kunna skil á beinum og óbeinum sköttum

-           þekkja helstu eyðublöð er tilheyra skattaskilum og geta fyllt út skattaskýrslu

-           þekkja helstu atriði er varða skattaskil atvinnurekenda og einstaklinga og vita í megindráttum hvaða kostnaðarliðir í rekstri eru frádráttarbærir til skatts

-           geta metið áhrif rekstrarákvarðana á skattlagningu fyrirtækjum

-           þekkja lög og reglur um virðisaukaskatt og geta útfyllt eyðublöð er tilheyra skilum á virðisaukaskatti

 

Lífeyrissjóðir og tryggingamál

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja reglur um lífeyrissjóði, vita um lífeyrissjóði stéttarfélaga í atvinnugrein sinni og vita hvaða ábyrgð atvinnurekandinn ber varðandi skil lífeyrissjóðsgreiðslna

-           vita um reglur, tilgang og markmið atvinnuleysistryggingarsjóðs og hvaða möguleikar eru á að fá stuðning frá sjóðnum t.d. þegar um tímabundinn samdrátt er að ræða

-           þekkja lögboðnar tryggingar í atvinnurekstri og kunna skil á gerð tryggingasamninga við tryggingafélög og fyrirtæki

-           kannast við helstu gerðir _tryggingapakka“ sem ætlaðir eru fyrirtækjum

-           þekkja opnun ábyrgða

 

Vinnuréttur og skaðabótaréttur

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja grundvallaratriði vinnuréttar

-           þekkja grundvallarreglur um skaðabætur

-           vita við hvaða aðstæður atvinnurekandi er skaðabótaskyldur gagnvart starfsmanni sínum

 

Alþjóðlegt rekstrarumhverfi

Við lok áfangans skulu nemendur

-           þekkja til þeirra ákvæða EES-samningsins sem helst geta haft áhrif á atvinnurekstur og samkeppnisstöðu iðnfyrirtækja

Please publish modules in offcanvas position.