Undanfari:      MST 104

Meginmarkmið

Nemendur þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins.  Hann þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- eða starfsþjálfunarsamningi.  Hann viti hvernig meistari geti búið iðnnema æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemandans og námskröfur iðngreinarinnar. 

Námsmarkmið

Lög, reglugerðir, námskrá

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja lög og reglugerðir um iðnnám

-           þekkja námskrá til sveinsprófs í eigin iðngrein og kunna skil á markmiðum, innihaldi, uppbyggingu og samspili náms í skóla og náms eða þjálfunar hjá iðnmeistara eða iðnfyrirtæki

 

Námssamningar

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja reglur um gerð náms- og starfsþjálfunarsamninga og vera fær um að gera slíkan samning

-           vita um réttindi og skyldur iðnnema og iðnmeistara sem gera með sér samning um nám eða starfsþjálfun á vinnustað

 

Meginforsendur náms

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja nokkrar tegundir náms

-           þekkja nokkrar helstu hugmyndir (fræðimanna) um það hvernig nám fer fram

-           skilja á hvern hátt mannleg samskipti, sjálfsmynd, áhugi og hvatning hafa áhrif á nám og námsárangur og geta nýtt sér þá þekkingu til að búa iðnnemum sem best námsumhverfi

 

Skipulagning náms

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja helstu vinnubrögð við skipulagningu á starfsnámi/starfsþjálfun svo sem að skilgreina verkþætti sem vinna skal að og kröfur um hæfni þess sem vinnur verkið, setja fram markmið, velja aðferðir við leiðsögn nemans og ákveða hvernig árangur er metinn

-           vera fær um að gera þjálfunaráætlun samanber ofangreint

 

Kennsla - leiðsögn

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja helstu grunnaðferðir sem notaðar eru við verklega kennslu svo sem sýnikennslu með munnlegum útskýringum, notkun skriflegra leiðarvísa og teikninga eða myndefnis, einstaklingsbundnar æfingar og hópvinnu

-           skilja hvernig mismunandi tjáskipti, orðalag, tóntegund og hátterni leiðbeinandans geta haft áhrif á nemandann, nám hans og sjálfstraust/sjálfmynd með beinum og óbeinum hætti

 

Leiðsögn við aðra starfsmenn í fyrirtækinu

Við lok áfangans skal nemandinn

-           þekkja leiðir til þess að ný þekking og færni yfirfærist sem hraðast til sem flestra starfsmanna í fyrirtækinu

-           vera fær um að greina hvað einstakir starfsmenn þurfa að læra eða ná meiri færni í og hvernig best verði tryggt að þeir nái þeirri færni

Please publish modules in offcanvas position.