Inntökuskilyrði á námsbrautir og í áfanga

Allir sem lokið hafa námi í grunnskóla eða öðru jafngildu námi eiga kost á að hefja nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Inntökuskilyrði á einstakar brautir eru talin upp hér á eftir.

Nemendur, sem hafa náð 18 ára aldri, geta sótt um inngöngu á einstakar brautir þótt þeir uppfylli ekki eftirtaldar lágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla.

Auk inntökuskilyrða á námsbrautir eru undanfarakröfur í einstaka áfanga. Inntökuskilyrði í nokkra áfanga með númer sem byrja á 1 eru talin upp hér að neðan. Nemandi sem uppfyllir formleg inntökuskilyrði á námsbraut getur þurft að taka fornámsáfanga í einstökum námsgreinum áður en hann hefur nám í þeim samkvæmt brautarlýsingu.

Starfsnámsbrautir

Starfsnámsbrautir við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru: grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina (GBM); grunnnám málmiðnagreina (MG); grunnnám rafiðna (GR); húsasmíði (HÚ8); rafvirkjun (RK8); sjúkraliðabraut (SJ); vélvirkjabraut (VS8); viðskiptabraut (VI).

Nemandi sem innritast á starfsnámsbraut skal hafa lokið námi samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og útskrifast með einkunn 5 eða hærri í íslensku og stærðfræði.

Nemandi sem ekki uppfyllir þessi skilyrði getur öðlast rétt til að hefja nám á starfsnámsbrautum með því að ljúka fyrst almennri námsbraut við skólann.

Á sumum starfsnámsbrautum er aðeins unnt að taka við takmörkuðum nemendafjölda. Ef ekki er hægt að veita inngöngu öllum umsækjendum sem uppfylla ofangreind inntökuskilyrði þá er höfð hliðsjón af einkunn fyrir ástundun eða skólasókn, og námsárangri í öðrum greinum þar sem það á við, þegar valið er milli umsækjenda.

Bóknámsbrautir til stúdentsprófs

Bóknámsbrautir til stúdentsprófs við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru: félagsfræðabraut (FÉ); málabraut (MB); náttúrufræðibraut (NÁ); viðskipta- og hagfræðibraut (VH). Einnig er hægt að ljúka stúdentsprófi með viðbótarnámi eftir starfsnám (VSS).

Nemandi sem innritast á bóknámsbraut skal hafa lokið námi samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og útskrifast með einkunnir sem eru að lágmarki eins og taflan sýnir.

Heimilt er að veita nemendum sem hafa góða einkunn fyrir ástundun undanþágu þótt þeir hafi of lága einkunn í einni grein.

Nemandi sem ekki uppfyllir inntökuskilyrði á bóknámsbrautir til stúdentsprófs getur öðlast rétt til að hefja nám á þeim með því að ljúka fyrst almennri námsbraut við skólann og áföngum númer 102 eða 103 í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði.

  danska enska íslenska stærðfræði náttúrufræði samfélagsfræði
félagsfræðibraut 5 6 6 5 5 6
málabraut 6 6 6 5 5 5
náttúrufræðibraut 5 5 6 6 6 5

 

Ekki eru formleg inntökuskilyrði í viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfsnám.

Listnámsbraut

Nemandi sem innritast á listnámsbraut (LN) skal hafa lokið námi samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og útskrifast með einkunn 5 eða hærri í íslensku og stærðfræði. Nemandi þarf að hafa lagt stund á listnám í grunnskóla eða sérskóla eða geta sýnt með öðrum hætti að námið henti honum.

Almenn námsbraut

Þeir sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði til inntöku á aðrar námsbrautir eiga kost á að hefja nám á almennri námsbraut (AN).

Inntökuskilyrði í áfanga

Auk inntökuskilyrða á námsbrautir, sem fjallað er um hér fyrir ofan, eru í gildi inntökuskilyrði eða undanfarakröfur í einstaka áfanga. Meðal annars eru inntökuskilyrði í eftirtalda áfanga með númer 102, 103, 113 og 123 sem hér segir:

DAN 102 Einkunn 5,0 – 6,9 i dönsku á grunnskólaprófi eða DAN 193
DAN 103 Einkunn 7,0 – 10 í dönsku á grunnskólaprófi
ENS 102 Einkunn 5,0 – 6,9 í ensku á grunnskólaprófi eða ENS 193
ENS 103 Einkunn 7,0 – 10 í ensku á grunnskólaprófi
FÉL 103 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102
HAG 103 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102
HAG 113 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102
ÍSL 102 Einkunn 5,0 – 6,9 í íslensku á grunnskólaprófi eða ÍSL 193 og ÍSL 293
ÍSL 103 Einkunn 7,0 – 10 í íslensku á grunnskólaprófi
NÁT 103 Einkunn 5,0 í náttúrufræði á grunnskólaprófi eða STÆ 103 eða STÆ 102 og STÆ 122
NÁT 113 Einkunn 5,0 í náttúrufræði á grunnskólaprófi eða STÆ 103 eða STÆ 102 og STÆ 122
NÁT 123 Einkunn 5,0 í náttúrufræði á grunnskólaprófi eða STÆ 103 eða STÆ 102 og STÆ 122
SAG 103 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102
SÁL 103 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102
STÆ 102 Einkunn 5,0 – 6,9 í stærðfræði á grunnskólaprófi eða STÆ 193 og STÆ 293
STÆ 103 Einkunn 7,0 – 10 í stærðfræði á grunnskólaprófi
UPP 103 Einkunn 5,0 í samfélagsgreinum á grunnskólaprófi eða ÍSL102

 

Please publish modules in offcanvas position.