Inntökuskilyrði á námsbrautir og í áfanga

Allir sem lokið hafa námi í grunnskóla eða öðru jafngildu námi eiga kost á að hefja nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands. 

Bóknámsbrautir til stúdentsprófs

Inntökuskilyrði á bóknámsbrautir til stúdentsprófs eru að hafa lokið grunnskóla með hæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði. Nemandi sem ekki uppfyllir inntökuskilyrði á bóknámsbrautir til stúdentsprófs hefur nám á Brautabrú (BB) og getur öðlast rétt til að hefja nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs með því að ljúka námi á 1. þrepi í íslensku og stærðfræði.

Starfstengdar námsbrautir

Inntökuskilyrði á starfsnámsbrautir eru að hafa lokið grunnskóla meðhæfnieinkunn að lágmarki C í íslensku og stærðfræði. Nemandi sem ekki uppfyllir inntökuskilyrði á starfsnámsbrautir hefur nám á Brautabrú (BB) og getur öðlast rétt til að hefja nám á starfsnámsbrautum með því að ljúka námi á 1. þrepi í íslensku og stærðfræði.

Á sumum starfsnámsbrautum er aðeins unnt að taka við takmörkuðum nemendafjölda. Ef ekki er hægt að veita inngöngu öllum umsækjendum sem uppfylla ofangreind inntökuskilyrði þá er höfð hliðsjón af einkunn fyrir ástundun eða skólasókn, og námsárangri í öðrum greinum þar sem það á við, þegar valið er milli umsækjenda.

Brautabrú

Þeir sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði til inntöku á aðrar námsbrautir eiga þess kost að hefja nám á Brautabrú (BB).

Starfsbraut

Inntökuskilyrði á starfsbraut (ST) er að hafa fötlunargreiningu frá viðurkenndum greiningaraðilum.

Inntökuskilyrði í áfanga

Auk inntökuskilyrða á námsbrautir, sem fjallað er um hér fyrir ofan, eru í gildi inntökuskilyrði eða undanfarakröfur í einstaka áfanga. Eftirfarandi listi inniheldur forkröfur fyrir alla byrjunaráfanga á bóknámsbrautum skólans.  

Námsgrein Áfangi Forkröfur
Danska DANS1GD05 Hæfnieinkunn C úr grunnskóla
Danska DANS2BF05 Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða 1. þrep í dönsku
Eðlisfræði EÐLI2EN05 STÆR3KV05
Eðlis- og efnafræði EFNA1OF05 Engar
Efnafræði EFNA2AE05 Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla
Enska ENSK1GR05 Hæfnieinkunn C úr grunnskóla
Enska ENSK2EV05 Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða 1. þrep í ensku
Félagsfræði FÉLA1BY05 Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Íslenska ÍSLE1AL05 Hæfnieinkunn C úr grunnskóla
Íslenska ÍSLE2RL05 Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Jarðfræði JARF2JA05 Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla
Líffræði LÍFF2GR05 Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla
Lífsleikni og nýnemafræðsla LÍFS1ÉG02 Engar
Líffræði LÍFV1GN05 Engar
Saga SAGA1ÞM05 Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Sálfræði SÁLF2IS05 Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Spænska SPÆN1BY05 Engar
Stærðfræði STÆR1FS05 Engar
Stærðfræði STÆR1RJ05 Hæfnieinkunn C úr grunnskóla
Stærðfræði STÆR2ML05 Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða STÆR2VM05 eða yfir 9 í einkunn í STÆR1RJ05
Þýska ÞÝSK1BÞ05 Engar
Tölvufræði TÖLF1TF05 Engar
Umhverfisfræði UMHV2OF05 Engar
Uppeldisfræði UPPE2UM05 Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Upplýsingatækni UPPT1OF05 Engar

 

Please publish modules in offcanvas position.